Færslur: 2018 Janúar

29.01.2018 08:27

Reiðnámskeið með Artemisiu Bertus

 

 

FT norður mun standa fyrir reiðnámskeiði í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 10.-11. febrúar næstkomandi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja bæta sig og sinn hest. Misa hefur náð frábærum árangri um árabil, bæði á kynbóta- og keppnisbrautinni, auk þess að hafa starfað sem kennari við Hólaskóla. Nefna má að hún stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar fyrir sunnan 2012, og allir muna eftir frábærum sýningum hennar í gæðingafimi og fjórgangi á hestinum Korgi frá Ingólfshvoli.

Síðastliðið sumar sigraði Misa fjórganginn á Íslandsmótinu með yfirburðum með 8,27 í einkunn og þar að auki reið hún til úrslita á heimsmeistaramótinu í Hollandi.

Kenndir verða tveir einkatímar laugardag og sunnudag.

Verð: Fyrir FT félaga 20.000

Fyrir utanfélagsmenn 25.000 

Skráning hjá heidrun@saurbaer.is 
 
 

28.01.2018 18:31

Vel heppnað námskeið



Um helgina var haldin sýnikennsla og vel heppnað námskeið á vegum FT-Norður og Hestamannafélagsins Þyts.

Við viljum þakka Jakobi Svavari kærlega fyrir komuna.  



 

25.01.2018 10:21

Þytsheimar - námskeiðahald



Hestamannafélagið Þytur og stjórn reiðhallarinnar hafa komist að samkomulagi um að tímar eftir kl:20 í reiðhöllinni ef ekki eru önnur námskeið í gangi séu í boði endurgjaldlaust til námkeiðahalds fyrir félagsmenn Þyts sem eru með aðgangskort í reiðhöllinni .  Skilyrði er að nemendur séu tveir eða fleiri og reiðkennarinn sé Þytsfélagi. Ekki þarf að tilkynna fyrirfram um notkun, þar sem gert er ráð fyrir að námskeið geti farið fram í helmingi reiðhallar og aðrir sem vilja nota reiðhöllina á þessum tímum noti þá hinn helminginn.


23.01.2018 09:16

Trec námskeið

 

verður haldið dagana 2. og 3. febrúar og verður frábær æfing fyrir fyrsta mótið í liðakeppinni.

Greinin er skemmtileg,  spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur.  

Keppni í TREC samanstendur af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma.

Námskeiðið verður byggt upp þannig að það er sýnikennsla og farið yfir reglur keppninnar á föstudagskvöldinu og síðan verður námskeið á laugardag fyrir börn og fullorðna.

 

Opið fyrir skráningum hjá Fanney eða Haffí. 

22.01.2018 18:12

Sýnikennsla með Jakobi Svavari

 

 

Jakob þarf vart að kynna en hann hefur verið afar sigursæll á keppnisbrautinni undanfarin ár, hann er meðal annars ríkjandi heimsmeistari í tölti og hefur vakið athygli fyrir vel þjálfuð hross og fallega reiðmennsku. 

Sýnikennslan verður haldin föstudagskvöldið 26. janúar kl. 20:00 í Þytsheimum á Hvammstanga á vegum FT-Norður og Hestamannafélagsins Þyts.

1.500 kr. aðgangseyrir, frítt fyrir FT-félaga og börn 10 ára og yngri.

Ekki láta þetta fram hjá þér fara.

FT - Norður

18.01.2018 14:53

Firmakeppni 2018

Hestamannafélagið Þytur heldur sína árlegu firmakeppni laugardaginn 10. febrúar og hefst hún klukkan 14:00  í Þytsheimum.

Keppt verður í 5 flokkum;  polla, barna, unglinga, karla og kvennaflokki. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki nema í pollaflokki þar fá allir keppendur viðurkenningu fyrir þátttöku.

Við hvetjum alla til að mæta vel skreyttir og eiga skemmtilegan dag saman.

Búningaverðlaun verða veitt í barna, unglinga, karla og kvennaflokki.

Boðið verður upp á pylsur, skúffuköku, kaffi og djús á staðnum J

Eins og fyrri ár verður skráning keppenda í firmakeppnina á staðnum og því gott að mæta stundvíslega.

 

Firmakeppnisnefnd

15.01.2018 14:31

SÝNUM KARAKTER: HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞJÁLFA SÁLRÆNA OG FÉLAGSLEGA FÆRNI IÐKENDA Í ÍÞRÓTTUM



Miðvikudaginn 17. janúar næstkomandi kl. 19:30  í reiðhöllinni í Víðidal, stendur stjórn LH fyrir kynningarfyrirlestri á verkefninu "Sýnum karakter" Sýnum Karakter: Hvernig hægt er að þjálfa sálræna og félagslega færni iðkenda í íþróttum.

"Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnissins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni."  (http://synumkarakter.is)

LH boðar því reiðkennara og þjálfara sem og foreldra þátttakenda í afrekshópi LH og Meistaradeild æskunnar sem og alla aðstandendur þessara verkefna á þennan kynningarfund. Að auki eru allir reiðkennnar, æskulýðsfullrúrar, stjórnarmenn hestamannafélaga sem og aðrir áhugasamir foreldrar hestakrakka velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

"Ef allir vinna saman að því að bæta og styrkja karakter ungu kynslóðarinnar þá verður framtíð þeirra - og okkar allra - enn bjartari og betri" (http://synumkarakter.is)

Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur heldur fyrirlesturinn en Viðar hefur á undanförnum árum starfað fyrir fjölmörg íþróttafélög, félagslið og landslið, íþróttastofnanir sem og einstaklinga - auk þess að starfa fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þennan fróðleik beint í æð!

Stjórn Landssambands hestamannafélaga

Samstarfsaðilar verkefnisins eru:
ÍSÍ, UMFÍ og Íslensk Getspá

09.01.2018 22:00

Námskeið með Kobba

 

FT-Norður og Hestamannafélagið Þytur ætlar að halda helgarnámskeið með Jakobi Svavari dagana 26.-28. janúar í Þytsheimum á Hvammstanga. Námskeiðið byrjar á sýnikennslu föstudagskvöldið 26. janúar sem er opin fyrir alla, 1500 kr. aðgangseyrir, frítt fyrir FT-félaga og frítt fyrir þá sem eru á námskeiðinu.

Kenndir verða tveir einkatímar á knapa, einn á laugardegi og einn á sunnudegi.

FT félagar ganga fyrir í skráningu, pláss fyrir 8 knapa.

Verð:

Fyrir FT-félaga: 20.000 kr.

Fyrir utanfélagsknapa: 25.000 kr.

Skráning hjá fanneyindrida@gmail.com

09.01.2018 14:37

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda


Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins.  Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins. Eysteinn Leifsson stjórnarmaður mun segja fundarmönnum frá starfi sínu sem hrossaútflytjandi og rifja upp hvað hesteigendur þurfa að hafa í huga þegar þeir selja hesta úr landi.

Stjórn býður alla þá sem vilja kynna sér félagið sérstaklega velkomna á fundina. Frekara fundarhald stjórnarinnar verður kynnt síðar.

 

Fundirnir á Norðurlandi verða á eftirtöldum stöðum :

Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki föstudaginn 12. jan kl 20:00.

Reiðhöllin á Akureyri laugardaginn 13. jan kl 14:00.

Gauksmýri í Húnaþingi Sunnudaginn 14. Jan kl 1500.

 

f.h stjórnar
Sveinn Steinarsson, formaður félagsins.

 

07.01.2018 23:00

Félagsfundur.

Almennur félagsfundur verður haldin næstkomandi miðvikudag, 10. janúar, kl 20:30 í Þytsheimum.  Farið yfir það sem framundan er á komandi ári.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Stjórnin.

07.01.2018 21:19

Reiðkennsla æskulýðsstarfsins

 

Reiðkennsla 2018 hjá æskulýðsstarfinu er að fara í gang. Kennslan verður á þriðjudögum í vetur

Byrjar þriðjudaginn 16. Janúar.

 

16:30 – 17:15 – Reiðþjálfun (tveir kennarar)

Hópur 1 Jakob, Hafþór, Benni og Valdís Freyja

Hópur 2 Tryggvi Niels, Tinna Kristín, Svava, Jólín og Linda Fanney. 

 

17:15 – 18:15 – Knapamerki 2 & 3: Freyja Ebba, Fríða Rós, Margrét Jóna og Rakel Gígja

þessi tími er klukkutími, kennt saman í hóp - eða tvistar saman að þjálfa og þristar í sínum æfingum, einnig þegar líður á verður einn með verkefnið í einu þar sem við æfum prógrömmin.

 

18:15-18:55 Keppnisþjálfun: Dagbjört og Rökkvi

 

Haldið verður Trec helgarnámskeið fyrir börn og fullorðna 3-4. febrúar helgina fyrir Trecmótið í  Húnvetnsku liðakeppnina. Þannig að ef þig langar að spreyta þig í skemmtilegri keppnisgrein, þá er um að gera að skella sér á spennandi námskeið fyrir mótið. TREC er spennandi grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er skemmtileg,  spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur.  Keppni í TREC samanstendur af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma.

Þau börn sem þegar eru búin að skrá sig eru: Arnar, Erla, Rakel Gígja, Indriði Rökkvi, Dagbjört Jóna og Linda Fanney.

Og komnir nokkrir fullorðnir líka. 

En opið er fyrir skráningum á netfangið thyturaeska@gmail.com eða síma 8668768.Mynd frá Hestamannafélagið Þytur.

 

02.01.2018 13:12

LH óskar eftir umsóknum í afrekshóp LH 2018



Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.

Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.

Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).

Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.

Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson

Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið lh@lhhestar.is 

ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.

Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu sunnuhv@gmail.com

Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.

Stjórn LH

  • 1
Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908154
Samtals gestir: 48710
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:41:38