Færslur: 2012 Nóvember

28.11.2012 13:22

Fyrsta námskeið vetrarins!

 

Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.

Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara.    Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil.  Þáttakendur koma með sitt eigið trippi.  Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00  í Þytsheimum.  Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.

Verðið á námskeiðinu verður  +/- 30.000kr.

Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .

Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember.  Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.smiley

Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!

Fræðslunefnd Þyts

 

 

 

26.11.2012 21:52

Vöru- og sölukynning!

Þann 1. desember nk. verður vöru- og sölukynning í Þytsheimum frá kl. 13-18. Í boði verða vörur frá Prjónastofunni Kidka, Knapanum Borgarnesi og Mýranauti,  svo verður dagatal hestamannafélagsins að sjálfsögðu til sölu.  Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni ehf. 

Hestavöruverslunin Ástund býður svo upp á hnakkamátun og prófun í reiðhöllinni þann 1.desember nk.  frá klukkan 13-16. Guðmundur hjá Ástund gefur fólki tækifæri til að koma með eigin hest og prófa mismunandi hnakka og fá ráðleggingar um val á hnökkum.
 
Vinsamlegast pantið tíma á netfangið isolfur@laekjamot.is eða í síma 895-1146 (Vigdís) ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta frábæra tækifæri.
 
 Hnakkarnir sem fólki gefst tækifæri til að prófa eru:
 
Ástund Winner
 
Ástund Royal
 
Endilega látið sjá ykkur í Þytsheimum á laugardaginn, það verður heitt á könnunni smiley.

23.11.2012 08:32

Þrír Þytsfélagar eiga rétt á sæti í Meistaradeild Norðurlands

 
 
 
 

Búið er að ákveða keppnisdaga í Meistaradeild Norðurlands sem fer fram eins og áður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Veislan hefst á úrtöku um sex laus sæti í deildinni 30 janúar.

30. jan. úrtaka um 6 laus sæti í deildinni.

20. feb. 4. gangur

6. mars. 5. gangur

20. mars. tölt

10. apríl. skeið og slaktaumatölt.

 

 

Þeir knapar sem nú þegar eiga sæti í Meistaradeildinni eru:

1.      Bjarni Jónasson         

2.      Sölvi Sigurðarson      

3.      Mette Mannseth         

4.      Ísólfur Líndal            

5.      Þórarinn Eymundsson            

6.      Ólafur Magnússon    

7.      Tryggvi Björnsson     

8.      Baldvin Ari Guðlaugsson     

9.      Þorbjörn H Matthíasson         

10.  Fanney D Indriðadóttir         

11.  Elvar Einarsson          

12.  Viðar Bragason     

   

22.11.2012 08:57

Viðburðadagatal 2013


Viðburðadagatalið fyrir 2013 er komið hérna inn á síðuna, svo núna er hægt að skipuleggja veturinn :)

 

21.11.2012 19:39

Uppgötvun "Gangráðsins" í hrossum

Erindi

Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum

Opinn fundur

Þýðing „Gangráðsins“ fyrir íslenskra hrossarækt

 

Uppgötvun „Gangráðsins“ í hrossum

Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi á Hvanneyri um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ sem ef til vill mætti kalla „Gangráðinn“ í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.

Lisa varði doktorsritegerð sína í sameindaerfðafræði “Equine Trait Mapping. From Disease Loci to the Discovery of a Major Gene Controlling Vertebrate Locomotion” nú í haust frá erfða- og kynbótafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum. Lisa og félagar eru afar áhugasöm um frekari rannsóknir á Íslenska hestinum og samstarf og mikill fengur að fá hana til landsins.

Erindi Lisu fer fram í Borg í Ásgarði á Hvanneyri, miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir.

 

Þýðing „Gangráðsins“ fyrir íslenska hrossarækt

Í tengslum við erindi sem Dr. Lisa S. Andersson flytur við LbhÍ um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins „Pace maker gene“ mun Prófessor Þorvaldur Árnason, sem einnig tók þátt í rannsókninni, halda opinn fund með íslensku hrossaræktarfólki og öðrum áhugasömum um þýðingu þessarar uppgötvunar. Þorvaldur mun sérstaklega velta upp þeim möguleikum sem þetta skapar fyrir Íslenska hrossarækt.

Fundurinn með Þorvaldi fer fram þriðjudaginn 27. nóvember í Ársal, Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 15:00. Fundurinn er öllum opinn og verður einnig sendur út á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, sjá www.lbhi.is undir Útgáfa/Málstofa. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Fagráð í hrossarækt.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

 

 

 

 

20.11.2012 08:48

Vinna aftur í dag !!!

Í dag, þriðjudaginn 20.11 verður haldið áfram að þrífa höllina, búið er að þrífa alla veggina inn á reiðsvæðinu og kaffisalinn, en í dag þarf að halda áfram, pússa glerin, þrífa áhorfendapallana, klósettin og fl. Áætlað er að byrja um kl. 17.00, allir þeir sem geta og hafa tíma til að aðstoða eru beðnir að hafa samband við Ella í síma 894-9019.

Með fyrirfram þökk

Stjórn Þytsheima

19.11.2012 21:47

Sýnikennslur 1.des í Þytsheimum

Laugardaginn 1.desember verða þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum.  Dagskráin hefst kl. 17:00 og lýkur 19:30.
Gert er ráð fyrir einu matarhléi og verða veitingar til sölu á staðnum. 
 
Fram koma:
Guðmundur Arnarson þjálfari og reiðkennari 
Ísólfur Líndal Þórisson þjálfari og reiðkennari 
Þórarinn Eymundsson tamningameistari 

 

 

 

 

 
 
 
 
Aðgangseyrir kr. 2000.- sem rennur óskiptur til hestamannafélagsins Þyts. 
Frítt fyrir 14 ára og yngri.
 
 
Hvetjum alla hestamenn nær og fjær til að mæta enda um mjög áhugaverða fræðslu að ræða
 
stjórnin

17.11.2012 23:01

Vinna upp í höll

mynd úr safni, Gunnar flottur í atriðinu um opnun liðakeppninnar 2012

 

Mánudaginn 19.11. verður byrjað að þrífa höllina, áætlað er að byrja um kl. 17.00, allir þeir sem geta og hafa tíma til að aðstoða eru beðnir að hafa samband við Ella í síma 894-9019.

Með fyrirfram þökk

Stjórn Þytsheima

13.11.2012 12:02

Fundur annaðkvöld upp í félagshúsi Þyts

Minnum á fundinn annaðkvöld upp í félagshúsi...

 

Almennur félagsfundur verður haldinn í félagshúsi Þyts, miðvikudaginn 14. nóvember og hefst kl. 20.30

Dagskrá fundarins er:

1. Húnvetnska liðakeppnin

2. vetrardagskráin

3. Þytsheimar

4. önnur mál.

 

Stjórn Þyts

12.11.2012 21:07

Knapamerkja og prófdómaranámskeið.

Sunnudaginn 18 nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf.

 

Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum.

 

Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember.

 

Staðsetning – Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal

 

Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18

 

Verð

Það er frítt á fyrri hluta námskeiðsins en verð fyrir þá sem mæta á prófdómaranámskeið er 20.000 krónur og innifalið í því er kaffi og snarl yfir daginn auk próftökugjalds.

 

Dagskrá
Klukkan: 10:30 – 10:45 Kynning Helga Thoroddsen
Klukkan: 10:45 – 11:15
Erindi: Arndís Brynjólfsdóttir, reiðkennari.
Reynslan af Knapamerkjunum í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.
Kaffihlé
Klukkan: 11:30 – 12:00
Erindi: Rósa Kristinsdóttir og Oddný Erlendsdóttir.
Fjalla um reynsluna af því að vera nemandi í Knapamerkjum. Báðar hafa lokið prófi á 5. Stigi Knapamerkjanna.
Klukkan: 12:00 – 12: 15 Fyrirspurnir og umræður
 
Þessi fyrri hluti námskeiðsins er öllum opinn sem áhuga hafa á að kynna sér Knapamerkin og leita upplýsinga um þau.
 
Matarhlé
Klukkan 13:00 – 13:30
Farið yfir helstu verkefni Knapamerkjanna þessa dagana og hvað er framundan.
Umræður
Klukkan 13: 40 - 15:30
Farið yfir helstu áhersluatriði í prófum og æfð prófdæming af myndböndum.
Kaffihlé
Klukkan 16:00 – 18:00
Prófdómarapróf

 

Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem  vilja uppfæra prófdómararéttindi sín. Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara.

08.11.2012 12:06

Sýnikennslur í Þytsheimum

Laugardagskvöldið 1.desember verða áhugaverðar sýnikennslur fyrir alla hestamenn í Þytsheimum.

Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Hestamannafélagsins Þyts. Nánari dagskrá auglýst síðar. 

Takið kvöldið frá wink

07.11.2012 10:54

Námskeið á vegum æskulýðsnefndar í vetur

Æskulýðsnefnd Þyts ætlar að bjóða upp á nokkur námskeið í vetur. Það ræðst af þátttöku hvort námskeiðin verða, en af viðbrögðum að dæma þá er líklegt að þau verði öll haldin. Vinsamlegast skráið ykkur á þau námskeið sem þið viljið vera á fyrir lok nóvember. (Þeir sem skráðu sig á uppskeruhátíðinni eru nú þegar komnir á blað)

Námskeiðin eru:

Byrjendahópur, 9 ára og yngri. 10 skipti á laugardögum frá kl. 11-12, verð kr. 2.000. Ábyrgðarmenn og leiðbeinendur Alla Einars og Helga Rós

Reiðþjálfun minna vanir. 2 bóklegir tímar og 10 verklegir tímar. Hefst í byrjun febrúar. Verð kr. 6.500.

Reiðþjálfun meira vanir. 2 bóklegir tímar og 10 verklegir tímar. Hefst í byrjun febrúar. Verð kr. 6.500.

Keppnisþjálfun. 10 verklegir tímar. Verð 6.000 kr.

Knapamerki 2. Bóklegir tímar eru núna fyrir áramót og eru nú þegar byrjaðir. Verklegir tímar verða eftir áramót.

Fimleikar á hesti. 2 pláss laus eftir áramót. Verð 10.000. Ábyrgðarmenn og kennarar Irina og Kathrin.

 

Skráningar og nánari upplýsingar sendist í netfangið thyturaeska@gmail.com

 

Æskulýðsnefndin

Guðný Helga, Þóranna, Helga Rós, Irina Kamp og Þórdís Helga

05.11.2012 12:21

Ráðstefnan Hrossarækt 2012

"Ráðstefnan Hrossarækt 2012 verður haldin í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. 

Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.
 
Dagskrá: 
13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt
13:05 Hrossaræktarárið 2012 – Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
13:30 Heiðursverðlaunahryssur með afkvæmum 2012 
14:10 Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)
14:15 Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
14:20 Erindi:
- Líkamlegt álag á hross í kynbótasýningum, Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, Háskólanum á Hólum
15:00 Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2012
15:15 Kaffihlé
15:45 Umræður um ræktunarmál almennt
17:00 Ráðstefnuslit"
  • 1
Flettingar í dag: 418
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 908195
Samtals gestir: 48712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:11:15