26.11.2012 21:52

Vöru- og sölukynning!

Þann 1. desember nk. verður vöru- og sölukynning í Þytsheimum frá kl. 13-18. Í boði verða vörur frá Prjónastofunni Kidka, Knapanum Borgarnesi og Mýranauti,  svo verður dagatal hestamannafélagsins að sjálfsögðu til sölu.  Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni ehf. 

Hestavöruverslunin Ástund býður svo upp á hnakkamátun og prófun í reiðhöllinni þann 1.desember nk.  frá klukkan 13-16. Guðmundur hjá Ástund gefur fólki tækifæri til að koma með eigin hest og prófa mismunandi hnakka og fá ráðleggingar um val á hnökkum.
 
Vinsamlegast pantið tíma á netfangið isolfur@laekjamot.is eða í síma 895-1146 (Vigdís) ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta frábæra tækifæri.
 
 Hnakkarnir sem fólki gefst tækifæri til að prófa eru:
 
Ástund Winner
 
Ástund Royal
 
Endilega látið sjá ykkur í Þytsheimum á laugardaginn, það verður heitt á könnunni smiley.
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 3695659
Samtals gestir: 447702
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 00:23:14