26.04.2007 08:49

Til foreldra/forráðamanna barna og unglinga í Þyt


Fundur verður haldinn hjá æskulýðsnefnd Þyts 1.maí kl. 11:00 í félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi.

Aðalefni fundarins verður þátttaka okkar félags á sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin verður á Sauðárkróki 17.maí 2007.

Þar sem fyrirvari er lítill erum við í nefndinni búin að leggja drög að atriðið með krökkunum og þá ákveða búninga og annað í tengslum við það sem við myndum þá kynna fyrir ykkur. Það sem við þurfum að vita er hvort að einhver áhugi sé fyrir hendi meðal foreldra og barna og þætti okkur vænt um að þið sæuð ykkur fært um að mæta á fundinn. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Einnig væri gaman að fá hugmyndir frá ykkur foreldrum og börnum um áframhaldandi æskulýðsstarf innan félagsins.

Boðið verður uppá pylsur og svala/gos.

Vonum að sem flestir láti sjá sig.


Kveðja,

Æskulýðsnefnd Þyts

Aðalheiður Sveina Einarsdóttir sími: 868-8080

Gunnar Leifsson sími: 865-2103

Sigríður Ása Guðmundsdóttir sími: 891-9431

PS. Ef ekki er mætt á fundinn eða haft samband við nefndarmenn er litið svo á að ekki sé áhugi fyrir þátttöku.

Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 200
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 4110869
Samtals gestir: 496368
Tölur uppfærðar: 3.12.2020 10:16:08