17.06.2007 23:06

Firmakeppni Þyts 2007

Firmakeppnin var í dag 17. júní eftir hátíðarhöldin upp í Hvammi. En hestamannafélagið stóð einnig fyrir þeim þetta árið. Frekar hvasst var á meðan skrúðgangan var en það lægði þegar líða tók á daginn. Myndir verða settar inn í vikunni.

Dómarar Firmakeppninnar voru töffararnir Kjartan Sveinsson, Már Hermannsson og Eiríkur Steinarsson og stóðu þeir sig með mikilli prýði, næstum því bara of vel að mati sumra  

Eydís var þulur og hún  var líka æði, Mika sá um tónlistina og voru aðeins 2 lög spiluð allan tímann  

Paparazzi var Steini (hennar Þórdísar) og stóð sig vel.

53 keppendur voru skráðir til leiks og ákvað nefndin að hafa barnaflokk 12 ára og yngri, unglingaflokk 18 ára og yngri, kvenna- og karlaflokk.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur

1. Magnea Rún Gunnarsdóttir og Virðing frá Efri-Þverá  og kepptu þær fyrir Sláturhús KVH
2. Eydís Anna Kristófersdóttir og Moli frá Reykjum og kepptu þau fyrir Freyjuprjón
3. Telma Rún Magnúsdóttir og Þokki frá Hvoli og kepptu þau fyrir Fæðingarorlofssjóð

Unglingaflokkur

1. Ásta Björnsdóttir og Ísak frá Ytri-Bægisá og kepptu þau fyrir Sveitasetrið Gauksmýri
2. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Kremi frá Galtanesi og kepptu þau fyrir Selasetrið
3. Fríða Marý Halldórsdóttir og Krapi frá Efri-Þverá og kepptu þau fyrir Þvottahúsið Perluna

Kvennaflokkur

1. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Hrannar frá Galtanesi og kepptu þau fyrir B. Ástvald Benediktsson
2. Herdís Einarsdóttir og Gljái frá Grafarkoti og kepptu þau fyrir Staðarskála
3. Fanney Dögg Indriðadóttir og Eldur frá Sauðadalsá og kepptu þau fyrir Tvo smiði.

Karlaflokkur

1. Gunnar Reynisson og Sikill frá Sigmundarstöðum og kepptu þeir fyrir Reiðskóla Reynis
2. Sverrir Sigurðsson og Taktur frá Höfðabakka og kepptu þeir fyrir Tryggingamiðstöðina
3. Reynir Aðalsteinsson og Ormur frá Sigmundarstöðum og kepptu þeir fyrir Sveitasetrið Gauksmýri

Fyrirtækin sem tóku þátt í keppninni í ár eru:

Aðaltak sf
Allt verk og flutninga
B.Ástvaldur Benediktsson
Bessastaðabúið
Bílagerði ehf
Dýrin mín stór og smá
Ferðaþjónustan Dæli
Freyjuprjón
Fæðingarorlofssjóður
G.St.Múr
Guðm. Jóhannesson bílaréttingar og sprautun
GL. Bólstrun
Grafarkotsbúið
HH gámaþjónusta
Hársnyrtistofa Sveinu
Hesteigendafélagið
Húnaprent
Húnaþing vestra
Höfðabakkabúið
Íslandspóstur
Jón á Ósi
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
Leirhús Grétu
Reiðskóli Reynis A
RHS
Selasetrið
Skjanni ehf
Sláturhús KVH
SpHún
Staðarskáli
Sveitasetrið Gauksmýri
TM
Tveir smiðir
Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin
Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar
Villi Valli
Þvottahúsið Perlan


Við viljum þakka þessum fyrirtækjum kærlega fyrir stuðninginn!!!

Flettingar í dag: 281
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 4109547
Samtals gestir: 495955
Tölur uppfærðar: 1.12.2020 17:34:36