28.06.2007 09:26

Opið íþróttamót Þyts 2007

Verður haldið í Kirkjuhvammi dagana 7. og 8. júlí næstkomandi.


Keppnisgreinar eru eftirtaldar:


Fjórgangur 1.flokkur, 2.flokkur, ungmenni, unglingar og börn. Tölt 1.flokkur, 2.flokkur, ungmenni, unglingar og börn. Fimmgangur, tölt 2, gæðingaskeið, 100 m skeið Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokk ef ekki fæst næg þátttaka.


Keppni hefst kl 10:00 laugardaginn 7.júlí.


Tekið verður á móti skráningum á þriðjudagskvöldið 3.júlí milli kl 20:00 og 21:00 í síma 891-9431. Einnig verður hægt að senda skráningar á netfangið sigridurasa@simnet.is .


Koma þarf fram kt. knapa, fæðingarnr. hests og uppá hvort hönd skal riðið Skráningargjöld eru 2000 kr, 1000 kr fyrir börn og unglinga 1500 kr fyrir skeiðgreinar.


Þeir sem hafa farandgripi hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim til mótanefndar í mótsbyrjun.


Allar nánari upplýsingar verða settar inná heimasíðuna þegar nær dregur móti,
www.123.is/thytur


Mótanefnd

Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 394
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3706174
Samtals gestir: 448321
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 12:23:56