30.10.2007 09:06

Það er að koma að því....

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsamtaka V- Hún


og


Hestamannafélagsins Þyts


Verður haldin laugardagskvöldið 3. nóvember

í Félagsheimilinu á Hvammstanga.


Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega klukkan 20.30 en húsið opnar kl 20.00 og það verður sko gaman.


Veislustjóri er hinn krúttlegi kavalér

Tómas Örn Daníelsson


Hér á eftir fylgir matseðill kvöldsins

Húnvetnskt villijurtakryddað lambalæri

Köld gljáð bayonneskinka

Borið fram með sveppasósu,

gratinkartöflum,

fersku salati með sólþurrkuðum tómötum

ferskum ananas

og nýbökuðu brauði.

Kaffi og koníaksstaup á eftir í boði Áburðarverksmiðjunnar

og súkkulaðikaka í boði skemmtinefndar.


Á meðan borðhald stendur yfir afhenda Hrossaræktunarsamtökin viðurkenningar sínar. Að þessu sinni gefur Sparisjóður Húnaþings og Stranda verðlaunagripina. Þau ræktunarbú sem tilnefnd eru þetta árið sem ræktunarbú ársins eru Grafarkot, Múli og Syðri Vellir. Í framhaldi af þessu verða verðlaun veitt til þeirra knapa sem báru af á liðnu keppnisári.


Þegar formlegri dagskrá Hrossaræktunarsamtakanna og Þyts lýkur tekur við örlítið óformlegri dagskrá okkar sem skipum skemmtinefnd Þyts.


En svo þegar henni lýkur og allir vonandi orðnir vel mettir á sál og líkama taka hinir frábæru Dalton við og leika fyrir dansi fram eftir nóttu.


Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 31.oktober.


Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 5200 en á dansleikinn kr 2700.


Aðgangseyrir á dansleikinn er innheimtur í andyri við komuna.


Við viljum hvetja fólk til að mæta á þessa ágætu samkomu og alls ekki láta það standa í vegi fyrir ánægjulegri kvöldstund með okkur, að telja sig ekki uppfylla það að geta kallast hestamaður. Það hafa nú allir borðað gúllas, ekki satt???


Það eru allir velkomnir!


Fyrir hönd skemmtinefndar


Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Flettingar í dag: 1345
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 936673
Samtals gestir: 49492
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 12:46:17