03.11.2007 15:53

Uppskeruhátíð Æskulýðsstarfsins

 Knapar ársins í barna- og unglingaflokki.

Rosalega gaman að sjá hvað það mættu margir á hátíðina í gær. Veittar voru viðurkenningar fyrir knapa ársins í barna- og unglingaflokki. Í barnaflokki var það Fríða Marý Halldórsdóttir sem stóð hæst á árinu og í unglingaflokki var það Jónína Lilja Pálmadóttir. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðum ársins. Sparisjóður Húnaþings og Stranda styrkti félagið og gaf öllum krökkunum endurskinmerki til að setja á fæturna á hestunum svo allir sjáist nú í umferðinni.


Myndir má sjá
hér.
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3695259
Samtals gestir: 447658
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 10:07:41