02.01.2008 12:57

Þrettándagleði 2008

Blysför verður farin frá Söluskálanum Hvammstanga kl. 16:00 laugardaginn 5. janúar. Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en ganga hefst.

Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna gegnum bæinn að félagssvæði Þyts í Kirkjuhvammi og þar mun Björgunarsveitin Húnar kveikja uppí brennu að lokinni göngu.

Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.

Brenna, söngur og dans.

Kakó, kaffi og vöfflur til sölu.

Vonumst til að sjá sem flesta.

P.S. Ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagsetningin breyst. Og verður það nánar auglýst á heimasíðu félagsins

www.123.is/thytur

Ágætu íbúar vinsamlegast ekki skjóta upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysumATH: ENGINN POSI Á STAÐNUM!!!!!!

Æskulýðsnefnd Þyts

Flettingar í dag: 631
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3695611
Samtals gestir: 447686
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 23:52:12