19.02.2008 20:09

Fjórgangsmót Blönduósi

Vegna veðurs og ytri aðstæðna hafa hestamenn í Húnaþingi neyðst til að breyta mótadagskrá sinni fyrir veturinn lítillega.

Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði sem auglýst hefur verið þann 22. 02.2008 verður þann 29. 02.2008.

Fyrirkomulag og skráning verður auglýst nánar í næstu viku.

Þann 8. Mars verður ísmótið á Svínavatni svo sem auglýst hefur verið.

29. mars verður stórsýning í Reihöllinni Arnargerði.

Önnur mót og mót í apríl verða auglýst nánar þegar nær dregur.

Beðist er velvirðingar á þessum hringlanda en ekkert er við því að gera.

Auglýsendum og fréttamiðlum eru færðar þakkir fyrir skjótar birtingar og góða þjónustu.

Reiðhöllin Arnargerði og Hestamannafélagið Neisti.

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 8178
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3848139
Samtals gestir: 465857
Tölur uppfærðar: 9.4.2020 16:41:24