24.10.2008 22:14

VIÐ fengum æskulýðsbikarinn 2008!!!

 

Nú stendur yfir LH þing og á þinginu er æskulýðsbikarinn afhentur. Við val á handhafa æskulýðsbikars LH er horft til þess fjölbreytta starfs sem félögin hafa í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni í sínu félagi.

Hestamannafélagið Þytur í Vestur-Húnavatnssýslu hlýtur æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Er það einróma álit að æskulýðsstarfið í félaginu hafi verið til fyrirmyndar.

Sigrún Kristín Þórðardóttir, formaður Þyts, tók við bikarnum. Hún sagði að mikil alúð væri lögð í æskulýðsstarfið í félaginu. Hestakostur barnanna í Þyti væri ekki endilega alltaf sá besti yfir landið. En áhersla væri lögð á að finna hverjum knapa og hesti hlutverk og það væri aðalatriðið.

Innilega til hamingju með árangurinn ÆSKULÝÐSNEFND ÞYTS og allir hinir sem koma að starfinu. FRÁBÆR árangur!!!!


Flettingar í dag: 814
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1900
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2480035
Samtals gestir: 94100
Tölur uppfærðar: 7.11.2025 13:39:25