31.10.2008 09:49

Matseðillinn fyrir Uppskeruhátíðina annaðkvöld

Ef þú ert ekki búin/n að kaupa miða á Uppskeruhátíðina þá ertu alveg að verða of sein/n þar sem miðasölu lýkur á hádegi í dag. Pantanir í síma 451-2465 í Söluskálanum.

Meðseldin verður eins og áður hefur komið fram í höndum meistarakokksins, Þórhalls Magnúsar Sverrissonar.

Forréttahlaðborð þar sem meðal annars er boðið upp á:
Reyktan lunda, maltgljáð sjávarréttar terrina, kjúklingalifur með fíkjum í koníakslegi, egg að hætti bænda, Sirizzo pylsa, gráðostur, olívur, heitreyktur lax, piparrót og caviar. Sjávarréttarsalat, hreindýrapate með berjasultu, antipastó, brauð og aðrar kræsingar.

Aðalréttur:
Reykt andarbringa, hvítlauksmarinerað lamb, kartöflukúlur og margt fleira.

Eftirréttur:
Heit súkkulaðikaka, ís og marineraðir ávextir.

Flettingar í dag: 1535
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 4580
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 2103777
Samtals gestir: 89830
Tölur uppfærðar: 14.7.2025 20:54:30