11.11.2008 08:51

Jónas Vigfússon kynnir hugmyndir að kynbótabraut

Jónas Vigfússon, formaður Funa í Eyjafjarðarsveit, hefur sett fram hugmyndir að nýjum útfærslum á sýningarbraut fyrir kynbótahross. Önnur er útfærsla á beinni braut með lykkjum í endum, en hin gerir ráð fyrir áföstum hringvelli.

Jónas kynnti þessar hugmyndir á ráðstefnunni Hrossarækt 2008. Fengu þær góðar undirtektir. Jónas er ekki óvanur hönnun keppnisvalla fyrir hestamann. Hannaði 300 metra hringvöllinn og hinn svokallaða Þ völl á sínum tíma.

Jónas gerir ráð fyrir að í endum sýningarbrautarinnar verði mjúk lykkja, og skógur, svo að hrossin sjái alltaf til lands. Þannig megi koma í veg fyrir, eða í það minnsta minnka, kvíða hjá ungum hrossum. Svar hans við hugmyndum um að færa kynbótasýningar inn á hringvöll er að tengja 300 m hringvöll, eða minni eftir því hvað menn telja heppilegt, við beinu brautina. Hægt er þá að nota bæði formin saman, eða sitt í hvoru lagi, allt eftir kröfum og óskum.

Bein braut eftir teikningu Jónasar er nú í byggingu á Melgerðismelum. Myndirnar sem fylgja hér með eru annars vegar teikningar af umræddum vallarformum, og ein mynd frá byggingu vallarins á Melgerðismelum.

 Heimild: www.lhhestar.is
Flettingar í dag: 400
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 394
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3706366
Samtals gestir: 448341
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 21:08:19