13.01.2009 23:00

Húnvetnska liðakeppnin...

Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki, í  flokki 13 til 17 ára og flokki 12 ára og yngri.

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla (bjóðum ykkur sérstaklega velkomna)

Reglur fyrir Húnvetnsku mótaröðina/liðakeppni
1. flokkur,
ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit haldin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 8 stig
4. sæti - 7 stig
5. sæti - 6 stig
Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 6 stig
2. sæti - 5 stig
3. sæti - 4 stig
4. sæti - 3 stig
5. sæti - 2 stig
Sé keppt í B-úrslitum fá þeir aðilar sem komast í þau úrslit 1 stig nema það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1992 og seinna) eru ekki með í stigakeppni liðakeppninnar en þar verður stigakeppni þar sem stigahæsti keppandinn verður krýndur í lok mótaraðarinnar. Þ.e.a.s safnar stigum á hverju móti fyrir sig og síðan verður samanlagður árangur tekinn saman í lokin. Hver knapi þarf að velja hvort hann keppi í 1. eða 2. flokki og hann verður að keppa í sama flokki alla mótaröðina.
Engin takmörk eru á fjölda liðsmanna í hverju liði. Leyfilegt er að fá liðsmann utan héraðs til að keppa fyrir sitt lið, en hann verður þá að keppa með sama liðinu allt tímabilið.
Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráning er á mail: kolbruni@simnet.is fyrir 10 febrúar nk.

Nú er það bara að smala í lið og það eru allir með... bara gaman.... því fleiri því betra....

Mótanefnd Hvammstangahallarinnar.
Flettingar í dag: 414
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108710
Samtals gestir: 495745
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 17:13:48