04.02.2009 13:11

Fundur vegna opnun Hvammstangahallarinnar

Hvammstangahöllin verður opnuð mánudaginn 9 febrúar. Fundur verður haldinn sunnudagskvöldið 8. febrúar kl. 20.30 í félagshúsi Þyts vegna opnunarinnar.

Seld verða
kort inn í höllina sem gilda frá 9. febrúar til 1. nóvember 2009

Gj.einstaklings: 20.000.-

Hjónagjald: 30.000.-

Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.

 Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.

Reykingar eru bannaðar og lausir hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.

Nánari upplýsingar um stundartöflu og fl. verður komið með á fundinn.
Stjórnin

Flettingar í dag: 652
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2093
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 984937
Samtals gestir: 51183
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 15:03:25