02.03.2009 10:40

Svellkaldar konur

Hið árlega ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Hundrað hestar og konur voru skráð til leiks á þessu vinsæla móti og var keppt í þremur styrkleikaflokkum. Konurnar mættu prúðbúnar á glæsilegum hestum sínum og mótið gekk mjög vel á allan hátt. Keppnin var jöfn og spennandi og nokkuð um það að knapar riðu sig upp í úrslitum.

Helga Rós og Fanney Dögg kepptu frá Þyt. Fanney Dögg og Grettir frá Grafarkoti kepptu fyrir Þyt og enduðu í 9. sæti í opnum flokki. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!


Úrslitin voru svo algert augnakonfekt þar sem hver glæsigripurinn af öðrum sýndi hæfileika sína undir stjórn frábærra knapa. Glæsilegasta par mótsins var valið af dómurum og voru það þær stöllur Lena Zielinski og Eining frá Lækjarbakka sem hömpuðu þeim titli. Mótið er hluti af þriggja móta röð á vegum Landssambands hestamannafélaga þar sem keppt er á ís og allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Rétt er að þakka öllum þeim er lögðu hlut á plóg, en dómarar og allt starfsfólk gaf vinnu sína á þessu móti, auk þess sem fjöldi fyrirtækja lagði mótinu lið. Kærar þakkir til ykkar allra!
 
Úrslitin urðu eftirfarandi:
 
Minna vanar:
A Úrslit
     
Sæti Nafn keppanda Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Gréta Boða Grýta f. Garðabæ Móálótt 6 Andvari 6,43 7,42
2 Hanna S. Sigurðardóttir Depill f. Svínafelli 2 Jarpstjörn. 11 Fákur 6,37 6,75
3 Anna Sigurðardóttir Prúður f. Kotströnd Jarpstjörn. 18 Fákur 5,77 6,17
4 Halldóra Matthíasdóttir Stakur f. Jarðbrú Rauður 9 Fákur 5,93 6,08
5 Drífa Daníelsdóttir Háfeti f. Þingnesi Jarpur 19 Fákur 5,80 6,08
6 Svanhildur Ævarr Valgarðsdóttir Spegill f. Eyrarbakka Grábles. 8 Andvari 5,80 6
 
Meira vanar:
A úrslit
      
Sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Elísabet Sveinsdóttir Hrammur f. Galtastöðum Brúnn 7 Andvari 6,53 6,89
2 Rakel Sigurhansdóttir Strengur f. Hrafnkelsst. 1 Gráskjóttur 16 Fákur 6,57 6,78
3 Þórunn Eggertsdóttir Snælda f. Bjargshóli Rauð 7 Fákur 6,37 6,67
4 Sigríður Arndís Þórðardóttir Hörður f. Eskiholti II Brúnn 9 Geysir 6,50 6,5
5 Guðrún Valdimarsdóttir Rauðinúpur f. Sauðárkróki Rauður 10 Fákur 6,10 6,5
6 Lilja S. Pálmadóttir Sigur f. Húsavík Jarpur 12 Gustur 7,00 5,72
 
B úrslit      
Sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Guðrún Valdimarsdóttir Rauðinúpur f. Sauðárkróki Rauður 10 Fákur 6,10 6,61
2 Inga Cristina Campos Sara f. Sauðárkróki Rauðstjörn. nös. 7 Sörli 6,17 6,5
3 Hrafnhildur Guðmundsdóttir Mósart f. Leysingjastöðum II Grár/mós. 12 Faxi 6,33 6,39
4 Sif Jónsdóttir Hringur f. Nýjabæ Brúnn 9 Fákur 6,20 6,22
5 Björg María Þórsdóttir Blær f. Hesti   Faxi 6,17 6,11

Opinn flokkur:
A úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Lena Zielinski Eining f. Lækjarbakka Brún 8 Geysir 7,43 8,22
2 Hulda Gústafsdóttir Völsungur f. Reykjavík Brúnstjörn. 16 Fákur 7,40 7,94
3 Erla Guðný Gylfadóttir Erpir f. Mið-Fossum Jarpnös. 10 Andvari 6,67 7,78
4 Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn f. Reykjavík Brúnn 6 Andvari 7,10 7,44
5 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7,17
6 Artemisia Bertus Flugar frá Litla-Garði Rauðstjörn. 9 Stígandi 6,90 7
 
B úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7
2 Sara Ástþórsdóttir Díva f. Álfhólum Jörp 5 Geysir 6,63 6,78
3 Edda Rún Ragnarsdóttir Ábóti f. Vatnsleysu Brúnn 7 Fákur 6,50 6,67
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir f. Grafarkoti Brúnn 7 Þytur 6,33 6,61
5 Maria Greve Trú f. Álfhólum Rauðtvístjörn. 9 Gustur 6,50 6,5
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ösp f. Kollaleiru Brún 12 Hörður 6,30 6,44
 

Flettingar í dag: 967
Gestir í dag: 415
Flettingar í gær: 1146
Gestir í gær: 278
Samtals flettingar: 988382
Samtals gestir: 51907
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 18:26:32