05.03.2009 22:21

Grunnskólamót í hestaíþróttum

Grunnskólamót Norðurlands vestra í hestaíþróttum verður sett á í vetur. Þetta er alveg nýtt af nálinni og er hugmynd sem kviknaði hjá Smára Haraldssyni á Sauðárkróki sem í samstarfi við Geir Eyjólfsson unglingaráðsfulltrúa Léttfeta skipulögðu keppnina.

Keppnin verður haldin í samstarfi við hestamannafélögin Léttfeta, Stíganda, Svaða, Neista og Þyt og mega allir skólar á Norðvestur svæðinu taka þátt. Keppt verður í þremur aldursflokkum. 1.-3. bekkur keppir  í fegurðarreið á brokki eða tölti. 4.-7. bekkur keppir í tölti, þrígangi (fet, tölt og brokk) og smala og 8.-10. bekkur keppir í tölti, fjórgangi, smala og skeiði.
Þetta verður stigakeppni þar sem keppendur vinna stig fyrir skólann sinn og stigahæsti skólinn fær veglegan bikar að launum.
Að sögn þeirra Smára og Geirs verður þetta alvöru keppni og látið reyna á krakkana og þá sérstaklega þá elstu.
Fyrsta mótið af þremur verður haldið í Svaðastaðahöllinni 21. mars, annað mótið fer fram í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi og það þriðja í Þytshöllinni á Hvammstanga en þau eru ótímasett.

heimild: http://www.feykir.is/archives/5278

sú breyting er á að annað mótið verður hérna hjá okkur á Hvammstanga 4. apríl n.k. og svo það þriðja á Blönduósi 18. apríl n.k

við ákváðum að skella inn mynd af smalabrautinni sem verður á mótinu. Hún kemur svo auðvitað til með að breytast eitthvað á milli staða vegna mismunandi stærðar á höllum





Kveðja Æskulýðsnefnd

Flettingar í dag: 775
Gestir í dag: 354
Flettingar í gær: 1146
Gestir í gær: 278
Samtals flettingar: 988190
Samtals gestir: 51846
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 14:00:09