01.04.2009 09:38

Stórstjörnur í fjórgang

 

Nú er komið að lokamótinu í Húnvetnsku liðakeppninni og spennan farin að magnast. Það er ljóst að allt verður lagt undir og ekki ætlum við Víðdælingar að tapa þessu, því annað sætið er jú TAP.

Og er það okkur sönn ánægja að segja frá því að okkur barst ansi skemmtilegur liðsstyrkur fyrir lokamótið, fimm úrvals knapar og hestar að suðurlandi, en það er fagnaðarefni fyrir okkur húnvetninga að svo sterkir knapar vilji vera með okkur í þessari keppni enda stemminginn engri lík. Þeir knapar sem ætla að heimsækja okkur eru Sigurður Sigurðarson með Suðra frá Holtsmúla, Jakop Sigurðsson með Auð frá Lundum, Hinrik Bagason með Hnokka frá Fellskoti, Hulda Gústafsdóttir með Völsung frá Reykjavík og Viðar Ingólfsson með Tuma frá Stóra Hofi. Og munu þau öll keppa fyrir lið 3 (Víðdælinga). En það er von okkar að þetta muni gera þessa keppni enn meira spennandi fyrir ykkur áhorfendur góðir, og vonandi takið þið þessum topp knöpum og hestum fagnandi.
Það er ekki á hverjum degi sem margfaldir íslands- og heimsmeistarar sækja keppni hjá okkur húnvetningum.

 

Verum glöð, jákvæð og sjáumst hress á föstudaginn.

 

Með kveðju

Gunnar Þorgeirsson liðstjóri liðs 3

gsm 8942554

 

Áfram Víðidalur

Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 3247
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 3791461
Samtals gestir: 458374
Tölur uppfærðar: 19.2.2020 12:15:37