12.06.2009 16:21

Firmakeppni Þyts

Firmakeppni Þyts verður haldin á Kirkjuhvammsvelli 17.júní og hefst stundvíslega kl. 17.00.
Keppt verður í barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.
Einnig verður pollaflokkur þar sem að allir glæstir knapar framtíðarinnar fá viðurkenningu.
Veitinganefndin verður með grillmat til sölu á viðráðanlegu verði og svo verður þaulæft, löngu skipulagt, virkilega skemmtilegt óvænt skemmtiatriði í hléi.

Vonumst til að sjá sem flesta með bros á vör!!!


Firmakeppnisnefndin
Flettingar í dag: 939
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 2414414
Samtals gestir: 93626
Tölur uppfærðar: 18.10.2025 16:34:30