15.06.2009 13:52

Tilkynning frá Hrossaræktarráðunauti

 

Ég hef nú lokið við að skrá inn í sýningarskrá væntanlegs fjórðungsmóts á Vesturlandi þau kynbótahross sem ég tel að eigi rétt til þátttöku á mótinu. Sýningarskrána má nálgast hér.

Alls eru það 99 hross sem náð hafa lágmörkum til þátttöku sem er talsvert fleira en ráð var fyrir gert. Mjög áríðandi er að vita strax ef fyrirséð er að einhver hross í skránni muni ekki mæta á mótið, vegna hagræðis við skipulagningu. Einnig er ekki útilokað að mér hafi yfirsést einhver hross sem ættu að vera þarna með, þá væri mjög áríðandi að vita af þeim nú þegar.

Bestu kveðjur,
Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ
Hvanneyrargötu 3
Hvanneyri
311 Borgarnes
ga@bondi.is
S: 892 0619

Flettingar í dag: 589
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1377
Gestir í gær: 94
Samtals flettingar: 3692491
Samtals gestir: 447046
Tölur uppfærðar: 5.12.2019 17:40:17