07.07.2009 16:37

FM lokið

 Ofurhressu Þytsararnir 

Fjórðungsmóti 2009 á Vesturlandi er lokið og að sögn mótshaldara eru þeir ánægðir með mótahaldið sem einkenndist af drengilegri keppni og ekki spillti veðurblíðan fyrir.
Þytsmenn stóðu sig með sóma og mun ég stikla hér á stóru um árangurinn.

Í barnaflokki komst Helga Rún Jóhannsdóttir í úrslit á Herði frá Varmalæk og enduðu þau í 7. sæti. Í tölti 17. ára og yngri stóð Fríða Marý Halldórsdóttir sig frábærlega en hún keppti í bráðabana um sigurinn. Endaði svo önnur á honum Sóma frá Breiðabólsstað. Eydís Anna Kristófersdóttir og Þokki frá Blönduósi komust einnig í A-úrslit í töltinu og enduðu í 4. sæti. Þrjár dömur úr Þyti komust svo í B-úrslit í töltinu en það voru Jónína Lilja Pálmadóttir og Hvönn frá Syðri Völlum og enduðu þær í 7. sæti, Teódóra Kristófersdóttir og enduðu í 8. sæti og Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti enduðu í 10. sæti.Í ungmennaflokki kom sá og sigraði hún Helga Una okkar á Karitas frá Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun Félags tamningamanna fyrir glæsilegan árangur.  Helga Una er eins og allir vita afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér.

 
Í B flokki gæðinga náðu þeir Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti fjórða sætinu með einkunnina 8,69. Ísólfur Líndal Þórisson kom tveimur hestum inn í A-úrslit í B-flokknum en hann keppti þar fyrir hestamannafélögin Stíganda og Neista á þeim Ögra frá Hólum og Sindra frá Leysingastöðum II. Knapi á Ögra í úrslitunum var Metta Mannseth og enduðu þau í 6.sæti með einkunnina 8,47 en Ísólfur og Sindri enduðu í 8. sæti með einkunnina 8,34.

Í A-flokki gæðinga komst Fanney Dögg Indriðadóttir og Eldur frá Sauðadalsá í B-úrslit og enduðu þau í 14. sæti.

Í tölti komst Ísólfur L Þórisson í B-úrslit á Sindra frá Leysingjastöðum II og enduðu þeir í 8. sæti með einkunina 7,39

Eitt ræktunarbú úr Húnaþingi vestra sýndi á mótinu en það var Höfðabakki. Þar voru flott hross á ferð og brekkan lét vel í sér heyra þegar Höfðabakkahrossin riðu um völlinn. 
Höfðabakki ræktunarbú

Ekki er hægt annað en að minnast á það ræktunarbú sem kosið var besta ræktunarbú Fjórðungsmótsins en það var STEINNES. Sex glæsileg hross voru sýnd frá búinu á mótinu þar sem Kiljan frá Steinnesi fór í farabroddi. Glæsilegur stóðhestur sem var efstur í 5 vetra flokki með aðaleinkunn 8,59. Fyrir byggingu 8,21 og fyrir hæfileika hvorki meira né minna en 8,84.

Steinnes ræktunarbú

Kynbótahross úr Húnaþingi vestra sem komust í verðlaunasæti voru:

4 vetra hryssur
  Kara frá Grafarkoti varð fjórða með aðaleinkunn 8,01. Fyrir byggingu hlaut Kara 8,33 (8,0-9,0-7,5-8,5-8,5-7,5-8,0-7,5) og fyrir hæfileika hlaut Kara 7,80 (8,0-8,0-7,0-7,5-8,0-8,0-7,5). Sýnandi: Tryggvi Björnsson

6 vetra hryssur 
 Líf frá Syðri-Völlum varð fimmta með aðaleinkunn 8,11. Fyrir byggingu hlaut Líf 8,14 (9,0-8,5-7,5-8,0-8,5-8,0-7,5-7,5) og fyrir hæfileika hlaut Líf 8,09 (8,5-8,0-7,0-8,0-8,5-8,0-8,5). Sýnandi: Einar Reynisson

7.vetra og eldri stóðhestar - Grettir frá Grafarkoti varð þriðji með aðaleinkunn 8,22. Fyrir byggingu hlaut Grettir 8,18 (8,0-8,5-8,5-8,0-8,0-8,0-8,0-8,5) og fyrir hæfileika hlaut Grettir 8,25 (9,0-8,5-5,0-8,5-9,0-9,0-7,0). Sýnandi: Herdís Einarsdóttir

 Hedda og GrettirÞytsfélagar þið stóðuð ykkur frábærlega eins og venjulega í að styðja okkar fólk. Létuð vel í ykkur heyra emoticon Mikið grín og fjör var hjá Þytsfélögunum alla dagana og hér að neðan má sjá smá sýnishorn!!!!Öll úrslit mótsins má annars sjá á heimasíðu Fjórðungsmótsins eða
hér.
Komnar nokkrar myndir inn á myndasíðuna hér.
Mjög flottar myndir af mótinu má svo sjá á heimasíðu Kollu Grétars.


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 338
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 3878628
Samtals gestir: 469784
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 09:53:24