27.07.2009 10:16

Opið íþróttamót Þyts dagana 8 og 9 ágúst

 sáum þessa flottu mynd af Grétu á www.hestafrettir.is

Opið íþróttamót Þyts verður haldið laugardaginn 8.ágúst og sunnudaginn 9.ágúst á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.09:00 báða dagana.


Þær keppnisgreinar sem verða eru:

Fjórgangur:

-          1 og 2 flokkur,  ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri) og pollaflokkur( 9 ára og yngri).

Fimmgangur:

-          1.flokkur

Tölt:

1 og 2 flokkur, ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri)

Tölt T2:

-          1.flokkur

Gæðingaskeið og 100 metra skeið

Tekið verður á móti skráningum mánudaginn 3 ágúst, þriðjudaginn 4.ágúst og miðvikudaginn 5.ágúst, hægt er að senda mail á hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). EkkiI verður tekið á móti skráningum eftir miðvikudaginn 5.ágúst!

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa, keppnisgrein og uppá hvaða hönd skal ríða.

Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt: 550180-0499

Flettingar í dag: 604
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 338
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 3879006
Samtals gestir: 469847
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 21:39:23