23.10.2009 13:42

Íþrótta- og gæðingadómar komnir inn í WorldFeng

 

Frá og með gærdeginum gátu áskrifendur WF skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi á síðustu árum. Upplýsingarnar koma úr SPORTFENGUR.COM sem er tölvukerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við LH.

Á næstunni verður bætt við erlendum íþrótta- og gæðingadómum í samvinnu við FEIF sem koma frá Icetest forritinu en búast má við að það verði tímafrekara verk en gögnin úr SPORTFENG sem eru að fullu samræmd við gögn í WF.

Þá hófst útsending á skýrsluhaldinu í hrossarækt til þeirra um 4.000 skýrsluhaldara. Vakin er athygli á að allir geta nú skilað inn rafrænu skýrsluhaldi í gegnum heimarétt WorldFengs og þar geta þeir í leiðinni afþakkað að fá sent skýrsluhaldið í pósti.

Flettingar í dag: 3723
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 3702
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 2101385
Samtals gestir: 89803
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 09:52:58