15.11.2009 16:36

Landsmót 2010 byrjar degi fyrr

 

Töluverð umræða hefur verið um að dagskrá Landsmóts undanfarin ár hafi verið of þéttskipuð.  Á opnum fundi um Landsmót sem haldinn var í október 2008, stuttu eftir að síðasta Landsmóti lauk, voru fundarmenn almennt sammála að létta þyrfti á dagskránni og gera þyrfti ráð fyrir fleiri hléum og þá sérstaklega með helgardagskránna í huga. 

 

Við mótun keppnis- og kynbótadagskrár á Vindheimamelum 2010 var sérstaklega litið til þessa þáttar.  Eftir mikla yfirlegu og vangaveltur hefur stjórn og framkvæmdanefnd Landsmóts ehf. nú samþykkt dagskrá næsta Landsmóts þar sem bryddað er uppá þeirri nýbreytni að hefja Landsmót á sunnudegi í stað mánudags eins og reyndin verið hefur undanfarin mót.  Með þessu telja mótshaldarar að létta megi helgardagskránna aðeins og lýkur mótinu t.a.m. nú klukkustund fyrr á sunnudegi miðað við dagskrá Landsmóts 2008.   

Með því að gera sunnudag (27. júní) að upphafsdegi mótsins er ætlunin að byrja mótið á svo kölluðum æskulýðsdegi með forkeppni barna og unglinga ásamt skemmtilegheitum fyrir unga fólkið. Þá verði sérstakur knapafundur fyrir keppendur í þessum aldursflokki að morgni sunndags og að lokinni keppni þann dag er gert ráð fyrir léttri kvölddagskrá fyrir unga hestamenn.

Þess má jafnframt geta að við mótun dagskrár Landsmóts 2010 er ætlunin að kvölddagskráin verði meira hestatengd og að öll markaðssetning mótsins miði að því að koma þeim skilaboðum á framfæri að Landsmót er ekki almenn útihátíð heldur fjölskylduhátíð hestamanna!

Dagskráin

10:00-10:45
Knapafundur
08:00-12:00
Hryssur 7v. og eldri
10:00-11:30
Forkeppni ungmenni
11:45-13:00
Unglingaflokkur - forkeppni
12:00-13:00
Hlé
11:30-11:45
Hlé
13:00-13:10
Hlé
13:00-15:30
Hryssur 6 vetra
11:45-13:30
Forkeppni ungmenni
13:10-14:30
Unglingaflokkur - forkeppni
15:30-16:00
Hlé
13:30-14:30
Hlé
14:30-15:00
Hlé
16:00-17:30
Hryssur 6 v. framhald
14:30-16:00
Forkeppni B-flokkur
15:00-16:30
Barnaflokkur - forkeppni
17:30
Hryssur 5 v. (15stk.)
16:00-16:30
Hlé
16:30-16:40
Hlé
16:30
Forkeppni B-flokkur
16:40-18:00
Barnaflokkur - forkeppni
18:00-20:00
Hlé
20:00
Knapafundur
08:00-12:00
Hryssur 5 v. framh.
08:30-10:30
Forkeppni A-flokkur
08:00
Stóðhestar 4 v og 5 v
08:30-11:30
Milliriðlar unglingar
12:00-13:00
Hlé
10:30-10:45
Hlé
12:00
Hlé
11:30-12:30
Hlé
13:00-15:30
Hryssur 4 v
10:45-11:45
Forkeppni A-flokkur
13:00
Stóðhestar 5 v (framh)
12:30-13:45
Milliriðlar ungmenni
15:30-16:00
Hlé
11:45-13:00
Hlé
15:30
Hlé
13:45-14:00
Hlé
16:00
Hryssur 4 v. framh.
13:00-14:00
Milliriðlar B-flokkur
16:00
Stóðhestar 6 v
14:00-15:15
Milliriðlar ungmenni
14:00-14:15
Hlé
18:00
Stóðhestar 7 v og eldri
15:15-15:30
Hlé
14:15-15:30
Milliriðlar B-flokkur
15:30-18:15
Milliriðlar A flokkur
15:30-16:00
Hlé
20:00-21:00
Skeið 150,250
16:00-18:00
Milliriðlar börn
Bls. 1 af 2
Kynbótavöllur
Miðvikudagur 30. júní
Sunnudagur 27. júní
Gæðingavöllur
Þriðjudagur 29. júní
Kynbótavöllur
Gæðingavöllur
Gæðingavöllur
Mánudagur 28. júní
Kynbótavöllur
Gæðingavöllur
Landsmót hestamanna 2010
Dagskrá keppnis- og kynbótagreina
Birt með fyrirvara um breytingar
27. júní - 4. júlí

Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 575
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 3800214
Samtals gestir: 459528
Tölur uppfærðar: 28.2.2020 09:02:59