18.11.2009 11:53

Vetrardagsskráin að skýrast...

Búið er að funda með A-Húnvetningum og Skagfirðingum um vetrardagsskránna.

Í gærkvöldi var fundur með Æskulýðsnefndunum úr Skagafirði og A-Húnavatnssýslu um Grunnskólamót Hestamannafélaganna, þ.e. hestamannafélögin standa að þessum mótum en krakkarnir safna stigum fyrir sinn skóla. Sama stigafyrirkomulag og í fyrra.       
Ákveðið var að keppt yrði í einni grein, pollaflokki og skeiði á hverjum stað.

Grunnskólamót Hestamannafélaganna verða:

21. febrúar á Blönduósi. Keppt verður í smala, pollaflokki og skeiði.
7. mars á Hvammstanga. Keppt verður í þrígangi - fjórgangi, pollaflokki og skeiði.
18. apríl á Sauðárkróki. Keppt veður í tölti, pollaflokki og skeiði.

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:
5. febrúar - Fjórgangur (ef það verður þorrablót 5. feb, færist mótið til 4. feb)
19. febrúar - Smali
12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt

Ís-landsmótið á Svínavatni verður 6. mars

Fleiri dagssetningar á mótum og sýningum verða auglýstar fljótlega.
Flettingar í dag: 744
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958329
Samtals gestir: 50200
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 07:37:28