04.01.2010 15:17

Fangavaktin ??

Sést hefur til tveggja skuggalegra manna uppí reiðhöll síðan fyrir jól, í fyrstu var talið að þarna leyndust tveir pólverjar sem hefðu óvart komið með gámnum sem flutti höllina til landsins. En þegar betur var að gáð reyndist svo ekki vera, heldur reyndust þetta vera þeir mætu menn Pétur Guðbjörnsson og Tryggvi Rúnar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort þeir séu hreinlega fluttir í höllina, já eða séu að afplána dóm með þegnskylduvinnu en þá hafi glæpurinn heldur betur verið alvarlegur enda fengu þeir rétt að skjótast í mat um klukkan 18 á aðfangadag en voru svo mættir skömmu síðar.

 

 

 

 

Framkvæmdir í höllinni hafa gengið vonum framar og er það bæði þessum ágætu mönnum og fullt af öðrum harðduglegum félagsmönnum að þakka. Því ljóst er að þetta byggir sig ekki sjálft. Vinnu verður haldið áfram alla næstu daga fyrir utan miðvikudaginn 6.jan en þá fer fram þrettándagleði  við höllina.

Flettingar í dag: 3515
Gestir í dag: 177
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 975200
Samtals gestir: 50892
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:31:54