27.01.2010 13:07

Liðsfundur hjá LIÐI 2

Viljum minna á liðsfundinn hjá liði 2 sem verður á Gauksmýri á morgun, fimmtudaginn 28.01. kl. 20.00.  Þetta verður bara svona létt spjall um keppnina og farið yfir helstu áhersluatriðin. Nýtt í ár að boðið verður upp á nudd að keppni lokinni ef liðsmenn hafa áhuga á því. Fjárhagsáætlunin verður tilbúin til skoðunar enda eru peysurnar í fyrra ódýrarar miðað við í ár emoticon  Dyggir stuðningsmenn eru líka hjartanlega velkomnir.

Stíllisti félagsins vildi að ég minnti liðsfélaga aftur á að mæta í kvöldklæðnaði við hæfi. Í boði verður fordrykkur og létt 3ja rétta máltíð eins og má sjá hér að neðan :

Pönnusteiktur humar með rósmarín, fíkjuchutney og blóðappelsínufroðu

Pan-fried langoustine with rosemarin, figschutney and bloodoragnefoam

Nauta Carpaccio með truffluolíu og parmesan
Beef  Carpaccio with truffleoil and parmesan


Heit súkkulaðiterta með blautum kjarna borin fram með ís

Síðan er gisting í boði fyrir þá sem vilja.

Gestakokkur næsta funds verður Alexander Petterson en það fer að sjálfsögðu eftir úrslitunum á EM hvort við þiggjum það emoticon


Indriði Karlsson
liðsstjóri liðs 2

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 472
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 3848319
Samtals gestir: 465887
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 02:04:23