30.01.2010 03:00

Liðsstjórarnir spurðir spjörunum úr :)

Ég tók viðtal við liðsstjórana fjóra og spurði þá sömu spurninganna. Hér koma svörin þeirra og myndir af þeim svo þið vitið nú hverjir þeir eru emoticon Svo flottir liðsstjórar emoticon



Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir liðsstjóri liðs 1, Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður.

 Hvernig leggst Liðakeppnin 2010 í þig? Liðakeppnin leggst einstaklega vel í mig þetta árið, enda nýskriðin undan jólum.
 Er liðið komið með slagorð? Vissulega.... Það hljómar svo. Draumaliðið, þar sem þínir villtustu rætast!
 Á eitthvað annað lið séns í þitt lið í vetur? Það byrja öll liðin á núlli svo í upphafi eiga allir jafnmikin séns. Ég hef samt sem áður ekki áhyggjur á að gengi okkar verði valt, síður en svo. Við byrjum jöfn og endum svoleiðis langt frá því ;)
 Er búið að kaupa einhverja nýja knapa? Tryggvi Björnsson myndi teljast dýrari en Eiður Smári í dag. Við keyptum hann með öllum hans kröfum. Alltaf klakavatn í hesthúsinu, 3 svört handklæði, kattasandur, aðgangur að interneti og engir speglar.
 Helduru að Gunnar sé búin að jafna sig eftir höfuðhöggið? Ég held hann hafi bara batnað við það ef eitthvað er.....
 Er eitthvað snobb í þínu liði? Nibb... Kolla Stella er ekki með okkur í liði ;)
 Verða fleiri aðkomumenn en heimamenn í þínu liði? Klárlega heimamenn....
 Heldur þú að Logi fái stig í ár? (hver man ekki eftir Liðakeppnislaginu og hvernig þetta fór í fyrra) Hans vegna vona ég það innilega, mín vegna vona ég það alls ekki! Hef samt trú á karlinum að næla sér í nokkur, en það mun vera fyrir annað sæti þar sem einhver úr mínu liði verður í því fyrsta...
 Nú er stigahæsti liðsmaður Austur-Húnvetninga frá því í fyrra fluttur til Noregs, teljið þið að þeir séu með einhver önnur tromp á hendi? Já ég myndi halda það, án þess að hafa hundsvit á því...
 Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Megi besta liðið sigra og EF það er ekki mitt lið megi næstbesta liðið sigra og EF það er ekki mitt lið megi næstnæstbesta liðið sigra og EF það er ekki mitt lið megi þá næstnæstnæstbesta liðið sigra.... sem sagt Draumaliðið, þar sem þínir villtustu rætast!




Indriði Karlsson liðsstjóri 2 Goods, liðs 2. Vatnsnes / Vesturhóp

 Hvernig leggst Liðakeppnin 2010 í þig?
Alltaf gaman að vinna :)
 Er liðið komið með slagorð? Engan ungmennafélagsanda
 Á eitthvað annað lið séns í þitt lið í vetur? Gefur augaleið NEI...
 Er búið að kaupa einhverja nýja knapa? Já keyptum Alexander Peterson fyrir Haddý
 Heldurðu að Gunnar sé búin að jafna sig eftir höfuðhöggið? Já, held reyndar að hann hafi aðeins skánað við höggið
 Er eitthvað snobb í þínu liði? Fyrir utan Kollu ????
 Verða fleiri aðkomumenn en heimamenn í þínu liði? Nei ekki nema við kaupum fimmta og öflugasta liðið frá því í fyrra, slökkviliðið.
 Heldur þú að Logi fái stig í ár? (hver man ekki eftir Liðakeppnislaginu og hvernig þetta fór í fyrra) Ertu að tala um Loga í beinni ??
 Nú er stigahæsti liðsmaður Austur-Húnvetninga frá því í fyrra fluttur til Noregs, teljið þið að þeir séu með einhver önnur tromp á hendi? Já þeir hljóta að virkja Dísus kræst from the Hæl
 Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Já eins og Vatnsnesskáldið orðaði það:

Markvisst hross og mannskap allan þjálfum
má því telja víst að sigur er í höfn.
Líklega mun fyrsta sætið lenda hjá mér sjálfum
liðin sem á eftir koma verða nokkuð jöfn.

En kæru vinir ekki verða voðalega tens
verið heldur glöð og sýnið kæti.
Því auðvitað þið eigið alltaf ofurlítinn séns
á öðru, þriðja eða fjórða sæti.




Gunnar Þorgeirsson liðsstjóri liðs 3, Víðidalur / Fitjárdalur

 Hvernig leggst Liðakeppnin 2010 í þig? Vel vonandi að við fáum einhverja keppni í ár.
 Er liðið komið með slagorð? Hobb, hobb ekkert snobb!
 Á eitthvað annað lið séns í þitt lið í vetur? Það á ég ekki von á.
 Er búið að kaupa einhverja nýja knapa? Við höfum aldrei keypt neina knapa, færri komast að en vilja, keyrum liðið áfram á heiðarleika, metnaði og fagmennsku.
 Ertu búinn að jafna þig eftir höfuðhöggið? Hvaða höfuðhögg?
 Er eitthvað snobb í þínu liði? Sjá spurningu 2
 Verða fleiri aðkomumenn en heimamenn í þínu liði? NEI
 Heldur þú að Logi fái stig í ár? (hver man ekki eftir Liðakeppnislaginu og hvernig þetta fór í fyrra) Flest allir liðsmenn mínir fengu stig í fyrra, flestir fleiri en sá sem samdi þennan texta.
 Nú er stigahæsti liðsmaður Austur-Húnvetninga frá því í fyrra fluttur til Noregs, teljið þið að þeir séu með einhver önnur tromp á hendi? Já skytturnar þrjár bræðurnar frá Brekku Hauk, Jósef og Hrein.
 Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?  (ef þú vilt koma með einhverja yfirlýsingu eða eitthvað meira pepp) Hvers konar snobb spurning er þetta manneskja, talaru ekki íslensku. Hvað er pepp? er það eitthvað sælgæti. Fáðu þér svo appelsínugula úlpu og rautt eyrnaband og hættu þessari vitleysu...





Ragnar Stefánsson liðsstjóri liðs 4 - Austur-Húnavatnssýsla

 Hvernig leggst Liðakeppnin 2010 í þig? Vel, verður spennandi að sjá alla útlendingahersveitina mæta.
 Er liðið komið með slagorð? Nei ég get nú ekki sagt það, en það verður búið að finna upp á einhverju slagorði þegar við mætum.
 Á eitthvað annað lið séns í þitt lið í vetur? 3 lið
 Er búið að kaupa einhverja nýja knapa? Vil nú ekkert segja á þessu stigi málsins en það verður mikið í það lagt að fá erlenda knapa td Jóa Skúla, Stian Petersen og Lena Trappe svo dæmi séu tekin. Samningaviðræður í gangi.
 Helduru að Gunnar sé búin að jafna sig eftir höfuðhöggið? Ég tel svo ekki vera.
 Er eitthvað snobb í þínu liði? Það eru nokkrar snobbhænur
 Verða fleiri aðkomumenn en heimamenn í þínu liði? Hvað eru aðkomumenn og hvað eru heimamenn?????
 Heldur þú að Logi fái stig í ár? (hver man ekki eftir Liðakeppnislaginu og hvernig þetta fór í fyrra) Eitt eða tvö
 Nú er stigahæsti liðsmaður Austur-Húnvetninga frá því í fyrra fluttur til Noregs, ertu með einhver önnur tromp á hendi? Við teflum fram Rúnari í Kjalfell
Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Nei nei


Flettingar í dag: 1885
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939774
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:57:20