02.03.2010 14:11

Kynbótadómar - sköpulag hrossa

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamband V-Hún bjóða upp á námskeið um byggingu hrossa. Námskeiðið verður haldið að Gauksmýri, Húnaþingi Vestra, laugardaginn 13. mars og byrjar kl. 09:30.


Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.


Kennarar
: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar.

Tími: 09:30 - 17:00

Kostnaður: 14.000 kr. Innifalin eru námsgögn, hádegismatur og kaffi.

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á
endurmenntun@lbhi.is með skýringu.

Flettingar í dag: 1337
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 980583
Samtals gestir: 51064
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 20:32:00