18.04.2010 22:23

Fylfullum merum bjargað undan öskunni


Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Rakel Ósk Sigurðardóttir, verðlaunaljósmyndari Birtíngs, var á öskufallsslóðum undir Eyjafjallajökli í gær. Meðfylgjandi myndir tók Rakel Ósk af fylfullum merum sem verið var að bjarga undan drungalegu öskufallsskýi eldgossins.

Rakel Ósk fékk þær upplýsingar að þarna hafi verið að reka merarnar í vestur undan öskufallinu eftir að dýralæknir hafði skoðað þær við prestssetrið í Holti.

Eigendunum var tjáð af dýralækni að ef þeim yrði ekki komið undan væru þær í bráðri lífshættu. Þessa smölun festi Rakel á filmu og eins og sjá má er útkoman gríðar sterk.

Myndir Rakelar Óskar hafa vakið verðskuldaða athygli og prýðir ein af myndum hennar til að mynda forsíðu sænska dagblaðsins Göteborgs-Posten í dag.

Rakel var verðlaunuð fyrr á þessu ári fyrir ljósmynd og myndaröð ársins 2009.


Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu.

Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Höfundur: Sigurður Mikael Jónsson

  • Smella má á myndirnar hér til að sjá þær stærri.

     


/dv.is / hestafrettir.is
Flettingar í dag: 406
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 3694825
Samtals gestir: 447555
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 19:41:32