21.04.2010 11:38

Tekið til kostanna


Nú fer senn að líða að stórsýningunni Tekið til kostanna sem verður haldin daganna 23-24. apríl næst komandi í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.

Dagskráin er sú að á föstudaginn er kl: 13:00 kynbótasýning á félagsvæði hestamannafélagsins Léttfeta sem er við hlið reiðhallarinnar. Um kvöldið kl:20:30 er generalprufa fyrir sýninguna Tekið til kostanna, en ekki koma öll atriðin sem verða á laugardag í prufuna. Aðgangur að generlaprufunni er opin og kostar 500.- krónur inn. Á laugardag byrjar dagskráin með yfirlitssýningu kynbótahrossa kl: 10:00. Kl: 13:00 er kennslusýning reiðkennarabrautar háskólans á Hólum. Um kvöldið kl:20:30 er stórsýningin TEKIÐ TIL KOSTANNA og verða þar mörg mjög spennandi og virkilega góð atriði. Aðgangseyrir er 2500.- krónur og er frítt fyrir 12. ára og yngri.

Þess má geta að meira en helmingur atriða á sýningunni eru vel æfð og flott munsturatriði sem koma víða að, td frá Þyti koma Dívurnar.Í sólóatriði verður stórgæðingurinn og tvöfaldir Landsmóts sigurvegarar Gola frá Ysta-Gerði og knapi hennar Heiðrún Ósk Eymundsdóttir. Gola er á sextánda aldursári orðin hvít og flott, hún er geld þetta árið og var tekin til þjálfunar og hefur víst aldrei verið betri en nú. Annar stórgæðingur verður einnig í sólóatriði en það er Bragi frá Kópavogi og knapi hans Tryggvi Björnsson. Gæðingshryssurnar Þóra frá Prestbæ og Vænting frá Brúnastöðum munu þeytast um höllina en báðar eru með mjög háan hæfileikadóm og verður gaman að sjá þær leika listir  sínar.

www.feykir.is

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 3694803
Samtals gestir: 447550
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 19:09:17