16.06.2010 12:09

Hrossaræktardagur á Vindheimamelum þann 3. júlí

Þann 3. júlí verður haldinn Hrossaræktardagur á Vindheimamelum í Skagafirði.  Á dagskránni eru m.a. yfirlitssýning kynbótahrossa, stóðhestakynning og ræktunarbússýningar.  Nánari dagskrá auglýst síðar.

Þátttaka er öllum opin.  Þeir sem hafa áhuga á að koma hrossum á framfæri á þessum degi hafi samband við Eyþór Einarsson (862-6627/ee@bondi.is).

Þrátt fyrir að ekkert verði af Landsmóti verður ýmislegt um að vera í Skagafirði dagana sem mótið átti að vera en blásið hefur verið til Sumarsælu og Hrossaræktardagurinn er liður í henni.

Flettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 983232
Samtals gestir: 51147
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 09:13:23