19.07.2010 16:03

Fákaflug á VindheimamelumAllt er að verða klárt fyrir Fákaflugið í Skagafirði dagana 30.júlí til 2.ágúst 2010. Að vanda verður keppt í gæðingakeppni með sérstakri forkeppni þar sem þrír til fjórir keppendur verða inná í einu. Að auki verður keppt í kappreiðum og hefðbundinni töltkeppni. Peningaverðlaun verða veitt í Tölti og 100 m.skeiði.   


Keppnisgreinar mótsins eru eftirfarandi:

A.-flokkur 100 m. skeið, fljótandi start

B.-flokkur 150 m. skeið, kappreiðar

Ungmennaflokkur 250 m. skeið, kappreiðar

Unglingaflokkur 300 m. brokk, kappreiðar

Barnaflokkur 300 m. stökk, kappreiðar

Tölt 


Skráningar þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.júlí n.k. og skráningargjald verður kr. 1.000,- Ekkert skráningargjald tekið í brokk- og stökkkappreiðum né barnaflokki.  Skráning verður opin eftir það fram að miðnætti miðvikudagskvöldið 28.júlí en hver skráning kostar þá kr.3.000,-  Þeir sem skrá sig  26.júlí til 28.júlí verða færðir fremst í rásröð.  Skráningar þurfa að berast til Guðmundar á netfang badboy@simnet.is   Skráningargjöld greiðast við skráningu inn á bankareikning: 0310-26-1630, kt. 520705-1630. 


Að auki verður öflugt skemmtanahald á svæðinu, Böll öll kvöld, veitingasala, Barnagarður, Sölubásar og Trúbadorar


Aðgangseyrir inn á mótssvæðið verður kr. 8.000,- en frítt verður fyrir 14 ára og yngri.  Öll aðstaða og skemmtanir innifalin í miðaverðinu.

Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3880690
Samtals gestir: 470149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 10:28:32