26.07.2010 21:36

Firmakeppni Þyts úrslit

Firmakeppni Þyts fór fram í gær sunnudaginn 25.07. Gaman að sjá hvað margir komu og kepptu svona í þessu ástandi sem búið er að vera að hrjá okkur hestamenn. 

Úrslit urðu eftirfarandi:

 Konur
1. Herdís Einarsdóttir á Tjáningu frá Grafarkoti fyrir Kraftsmiðjuna
2. Helga Rós Níelsdóttir á Glaðværð frá Fremri Fitjum fyrir Tvo smiði
3. Sigrún Kristín Þórðardóttir á Við frá Reykjum fyrir Stóru Ásgeirsá

Karlar
1. Þórhallur Sverrisson á Rest frá Efri-Þverá fyrir KIDKA
2. Halldór Sigfússon á Seiði frá Breið fyrir Höfðabakka
3. Halldór Sigurðsson á Stellu frá Efri Þverá fyrir Kolu ehf

Unglingar
1. Helga Rún Jóhannsdóttir á Akk frá Nýjabæ fyrir Valhól ehf
2. Alexandra Arnarsdóttir á Visku frá Höfðabakka fyrir Bílagerði
3. Auður Ósk Sigurþórsdóttir á Sveiflu frá Árgerði fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Börn
1. Lilja Karen Kjartansdóttir á Tangó frá Síðu fyrir Sjóvá
2. Karítas Aradóttir á Kötlu frá Fremri-Fitjum fyrir Sveitasetrið Gauksmýri
3. Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir á Sprengju frá Laufási fyrir Hársnyrtingu Sveinu

Fjórir keppendur voru í pollaflokki, þeir voru eftirtaldir, :
Dagbjört Jóna, 3 ára á Glæsi
Rannveig Elva Arnarsdóttir 7 ára á Jasmín
Hafdís María Skúladóttir 6 ára á Skjóna
Ingvar Óli Sigurðsson 8 ára á Nema

Dómararnir voru í boði Sveitasetursins á Gauksmýri.

Þökkum öllum fyrirtækjunum sem tóku þátt og styrktu hestamannafélagið fyrir þeirra framlag.

Myndir má sjá á heimasíðu Hvammstangabloggsins.
Flettingar í dag: 2577
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 5158
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 974262
Samtals gestir: 50856
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:44:31