17.10.2010 21:10

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2010

Hátíð í heimabyggð

Verður haldin laugardagskvöldið 30. október

 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30

 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.

Matseldin verður að hætti Þórhallar Magnúsar Sverrissonar.

Veislustjórn verður í höndum Elísu Ýr Sverrisdóttur

Sigrún er formaðurinn, en er ekkert gagn að Sverri emoticon

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 27.október.

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Enginn posi á staðnum!

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.


Stóra Ásgeirsá  ~ Syðri Vellir ~Efri Fitjar ~ Grafarkot

           

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Athugið

Sverri vantar ennþá eitthvað hlutverk, svo allar hugmyndir eru vel þegnar!

Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig

Sjáumst nefndin.


Það er erfitt að skilja hvernig ungarnir geta gleypt hornsíli....

Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 352
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3836674
Samtals gestir: 464984
Tölur uppfærðar: 30.3.2020 08:55:25