01.11.2010 19:54

Uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtakanna


Knapar ársins. Ninni, Gréta og Tryggvi.

Þá er stórri uppskeruhátíðarhelgi lokið hjá Þyt. Á laugardaginn var uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts haldin í félagsheimilinu Ásbyrgi kl. 13.00 og um kvöldið var uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu og Þyts haldin í félagsheimilinu á Hvammstanga.

Tóta fór yfir árið, þar kom fram að  Þórir Ísólfsson var með reiðþjálfun fyrir krakkana, níu krakkar tóku þátt í Knapamerki 1, Senjoríturnar sem eru tíu stelpur fóru með atriði á Æskan og hesturinn í Reykjavík og fengu þær mikið hrós fyrir atriðið. 
Viðurkenningar voru veittar fyrir Fimleika á hesti, reiðþjálfun hjá Þóri, Knapamerki 1, þátttöku í sýningum á árinu og svo til Litlu snillinganna. Fengu krakkarnir einnig að gjöf höfuðleður og nasamúl, en þess má geta að verslunin Hestar og menn styrktu Æsulýðsnefndina vegna gjafanna. Ný Æskulýðsnefnd tók svo til starfa og mun hún starfa fram að næstu uppskeruhátíð en það eru þær Vigdís, Lillý Sigurjónsdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir, Irina Kamp, Aðalheiður Einarsdóttir, Þórdís Helga Benediktsdóttir og Guðný Helga Björnsdóttir. Formaður nefndarinnar er Gréta Brimrún Karlsdóttir.

Sigrún Kristín Þórðardóttir veitti viðurkenningar fyrir knapa ársins í öllum flokkum. Knapi ársins 2010 í barnaflokki er Viktor Jóhannes Kristófersson. Knapi ársins í unglingaflokki er Fríða Marý Halldórsdóttir. Knapi ársins í ungmennaflokki er Ninni Kullberg, knapi ársins í 2. flokki er Gréta Brimrún Karlsdóttir og knapi ársins í 1. flokki er Tryggvi Björnsson.

Veislustjóri kvöldsins var Elísa Ýr og um matinn sá Þórhallur Magnús Sverrisbörn emoticon

 

Ræktunarbú ársins 2010 er GRAFARKOT. Jóhann Albertsson veitti viðurkenningar fyrir hönd Hrossaræktarsamtakanna. Veitt eru verðlaun fyrir 3 hæðst dæmdu kynbótahross í öllum flokkum, ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara. En hæst dæmda hryssan var Skinna frá Grafarkoti með aðaleink. 8,28 og hæst dæmdi stóðhesturinn var Sikill frá Sigmundarstöðum með aðaleink 8,30.

Hryssur 4 vetra:
1. Sýn frá Grafarkoti, aðaleink. 8,12 Sýn er hæst dæmda hryssan á landinu á árinu 2010
2. Sæla frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07
3. Unun frá Vatnshömrum, aðaleink. 7,93

Hryssur 5. vetra:
1. Birta frá Sauðadalsá, aðaleink. 8,16
2. Kara frá Grafarkoti, aðaleink. 8,06
3. Bylting frá Bessastöðum, aðaleink. 8,00

Hryssur 6. vetra:
1. Brimkló frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,15
2. Fregn frá Vatnshömrum, aðaleink. 8,09
3. Hugsýn frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 8,07

Hryssur 7. vetra og eldri:
1. Skinna frá Grafarkoti, aðaleink. 8,28
2. Brimrún frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,17
3. Valadís frá Síðu, aðaleink. 8,03

Stóðhestar 4. vetra:
1. Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 8,11
2. Eitill frá Stóru-Ásgeirsá, aðaleink. 7,91
3. Lykill frá Syðri-Völlum, aðaleink. 7,78

Stóðhestar 5. vetra
1. Rammur frá Höfðabakka, aðaleink. 7,87

Stóðhestar 6. vetra
1. Friður frá Miðhópi, aðaleink. 8,21
2. Kaleikur frá Grafarkoti, aðaleink. 8,03
3. Erfingi frá Grafarkoti, aðaleink. 7,92

Stóðhestar 7. vetra og eldri
1. Sikill frá Sigmundarstöðum, aðaleink. 8,30
2. Hugleikur frá Galtanesi, aðaleink. 8,19
3. Ábóti frá Síðu, aðaleink. 7,91

Hryssur með afkvæmum
1. Venus frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati
2. Brá frá Sigmundarstöðum með 114 stig í kynbótamati


Eftir allar verðlaunaafhendingar voru skemmtiatriði þar sem skemmtinefnd Þyts fór á kostum. Veislugestir eru enn að jafna sig eftir hláturinn, sumir hásir en aðrir með strengi í maganum. Svo var ball með Geirmundi.

Myndir af herlegheitunum eru komnar inn í myndaalbúmið hérna á síðunni.


Flettingar í dag: 8110
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 423
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 3847731
Samtals gestir: 465742
Tölur uppfærðar: 8.4.2020 17:31:03