08.01.2011 17:45

Þrettándagleði Þyts 2011


Góð þátttaka var í Þrettándagleði Þyts. Riðið og gengið var frá sjoppunni, stoppað við sjúkrahúsið og þar sungin nokkur lög. Þaðan var farið upp í Þytsheima þar sem var sungið og trallað. Jólasveinar og fleiri kynjaverur léku á alls oddi, foreldrar í æskulýðsstarfi Þyts reiddu fram dýrindis veitingar sem fólki var boðið upp á. Svo sungu nokkrir úrvals söngvarar úr sveitarfélaginu fyrir gesti, við undirleik snilldar tónlistarmanna.  Fullt af myndum eru komnar inn í myndaalbúmið.
Bestu þakkir fyrir, öll þið sem komuð að þessari skemmtun.
Æskulýðsnefnd Þyts.
Flettingar í dag: 941
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 1253
Gestir í gær: 468
Samtals flettingar: 989609
Samtals gestir: 52224
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 23:47:43