24.01.2011 23:25

Námskeið á vegum Æskulýðsnefndar Þyts

Mánudaginn 31. janúar hefjast námskeið í Þytsheimum á vegum Æskulýðsnefndar Þyts. 36 þátttakendur eru skráðir á reiðnámskeið og er kennt í 6 hópum.
Þórir Ísólfsson kennir tveimur hópum keppnisþjálfum og tveimur hópum reiðþjálfun.
Eiríkur Steinarsson kennir tveimur hópum: byrjendum og lítið vönum..

Á mánudögum kl. 15:30 er keppnisþjálfun eldri hópur hjá Þóri.
Á mánudögum kl. 16:30 er reiðþjálfun hópur 1 hjá Þóri
Á miðvikudögum kl. 15:30 er keppnisþjálfun yngri hópur hjá Þóri
Á miðvikudögum kl. 16:30 er reiðþjálfun hópur 2 hjá Þóri
Á fimmtudögum kl. 17:00 er byrjendahópur hjá Eiríki.
Á fimmtudögum kl. 18:00 er minna vanir hjá Eiríki.

Búið er að senda öllum foreldrum iðkenda lista með hópaskiptingu. Ef einhverjar spurningar vakna, eða ef upplýsingar hafa ekki skilað sér til foreldra eru þeir vinsamlegast beðnir að senda fyrirpurn í netfangið thyturaeska@gmail.com

Þegar námskeiðin klárast í lok mars hefjast æfingar fyrir reiðhallarsýningar, fyrir þau börn/unglinga sem vilja taka þátt í þeim.

Auk þessa alls eru Irina og Katharina með 23 börn og unglinga í hestafimleikum.

Vinsamlegast athugið að börnin/unglingarnir eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna þegar þau taka þátt í starfi á vegum Æskulýðsnefndar Þyts.

Æskulýðsnefnd Þyts
Flettingar í dag: 898
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2093
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 985183
Samtals gestir: 51187
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 20:00:08