06.03.2011 08:59

Ís-landsmótið á Svínavatni - úrslit

Ögri frá Hólum og Sölvi Sig. Ögri var valinn glæsilegasti hestur mótsins.

Hulda Finnsdóttir og Jódís frá Ferjubakka sigruðu töltið í dag með einkunnina 7,17, sýningin þeirra var hnökralaus og prúð. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum voru í öðru sæti með einkunnina 7,00. Sigurður Sigurðarsson og Blæja frá Lýtingsstöðum voru í því þriðja með einkunnina 6,83. Þess má geta að Sigurður kom þremur hrossum í úrslit í tölti og Leó Geir Arnarsson tveimur.

Tölt úrslit       

1 Hulda Finnsdóttir Jódís frá Ferjubakka 3 7,17
2 Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum 7,00
3 Sigurður Sigurðarson Blæja Lýtingsstöðum 6,83
4 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 6,67
5 John Sigurjónsson Kraftur frá Strönd II 6,50
6 Leó Geir Arnarsson Krít frá Miðhjáleigu 6,33
7 Gísli Steinþórsson Skrugga frá Kýrholti 6,17
8 Vignir Siggeirsson Melkorka frá Hemlu II 6,00


Seyðir frá Hafsteinsstöðum og Þórarinn Eymundsson sigruðu úrslit í A-flokki með einkunnina 8,77, annar varð Heljar frá Hemlu og Vignir Siggeirsson með einkunnina 8,67. Úrslit urðu eftirfarandi. 


A-flokkur úrslit    

1 Þórarinn Eymundsson Seyðir frá Hafsteinsstöðum 8,77
2 Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu 8,67
3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,66
4 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,63
5 Sara Ástþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum 8,58
6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Týr frá Litla-Dal 8,57
7 Björn Jóhann Steinarsson Þyrnir  frá frá Borgarhóli 8,14
8 Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II 7,73


Ögri frá Hólum og Sölvi Sigurðsson sigruðu B-flokkinn með einkunnina 8,74. Í öðru sæti urðu Tryggvi Björnsson og Blær frá Hesti með einkunnina 8,70. Dalur frá Hárleggstöðum og Barbara Wenzl sem voru efst eftir forkeppni en enduðu þriðju með einkunnina 8,67. Miklar sviftingar urðu þegar komið var að loka greininni sem var yfirferða tölt. Þytsfélaginn Tryggvi Björnsson kom þremur hestum í úrslit þeim Blæ frá Hesti, Ringó frá Kanastöðum og Stimpli frá Vatni. Dró Ringó út en Leó Geir reið Stimpli í úrslitunum.     


B-flokkur  úrslit  
  

1 Sölvi Sigurðarson Ögri frá Hólum 8,74
2 Tryggvi Björnsson Blær frá Hesti 8,70
3 Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum 8,67
4 Sigurður Sigurðarson Hríma frá Þjóðólfshaga 1 8,66
5 John Sigurjónsson Dáti frá Hrappsstöðum 8,56
6 Baldvin Ari Guðlaugsson Röst frá Efri-Rauðalæk 8,54
7 Sigursteinn Sumarliðason Geisli frá Svanavatni 8,46
8 Leó Geir Arnarson Stimpill frá Vatni 8,37

Flettingar í dag: 880
Gestir í dag: 145
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4112068
Samtals gestir: 496542
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 13:50:26