18.06.2011 08:55

Firmakeppni Þyts

Firmakeppnin 2011 var haldin í blíðskaparveðri (svona nánast) þann 17. júní.

Þátttakendur í pollaflokki voru 6, stóðu þau sig öll með prýði og óhætt að segja að framtíð hestamanna í Húnaþingi vestra sé björt.


Þátttakendur voru:
Ingvar Óli Sigurðsson, 8 ára, á Guðbirni
Einar Örn Sigurðsson, 5 ára á Nema
Viktor Kári Valdimarsson , 4 ára á Grímu frá Litladal
Rakel Gígja Ragnarsdóttir, 6 ára á Ugg frá Grafarkoti
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, 4 ára á Þokka frá Hvoli
Orri Arason, 6 ára á Krúser

Dómarar þetta árið voru Guðrún Lára Magnúsdóttir og Sigurbjörg Friðriksdóttir frá Leikskólanum Ásgarði, og stóðu þær sig vel. Sérstakt hrós fá þær fyrir klæðaburð, en þær voru báðar í upphlut til heiðurs Þjóðhátíðardeginum.


Úrslit í keppninni voru eftirfarandi:

Barnaflokkur
1. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir á Búa frá Akranesi, keppti fyrir HH Gámaþjónustu ehf
2. Karítas Aradóttir á Gyðju frá Miklagarði, keppti fyrir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga
3. Eva Dögg Pálsdóttir á Ljóma frá Reykjarhóli, keppti fyrir Hreingerningastöð Ágústar

Unglingaflokkur
1. Helga Rún Jóhannsdóttir á Heru frá Bessastöðum, keppti fyrir Ferðaþjónustuna Dæli
2. Eydís Anna Kristófersdóttir á Rennu frá Þóroddsstöðum, keppti fyrir Leirhús Grétu

Kvennaflokkur
1. Gerður Rósa Sigurðardóttir á Stæl frá Víðidalstungu 2, keppti fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands
2. Guðný Helga Björnsdóttir á Þór frá Saurbæ, keppti fyrir Grafarkotsbúið
3. Aðalheiður Einarsdóttir á Eskil, keppti fyrir Ferðaþjónustuna Neðra-Vatnshorni

Karlaflokkur
1. Halldór Sigfússon á Seið frá Breið, keppti fyrir Hrímahesta ehf
2. Sigfús Ívarsson á Blæ frá Hvoli, keppti fyrir KIDKU ehf
3. Halldór P. Sigurðsson á Garpi frá Efri-Þverá, keppti fyrir Höfðabakka

Viljum við þakka þeim fyrir sem styrktu okkur, öllum sem tóku þátt, sem og öðrum sem komu að keppninni.

Firmakeppnisnefnd

Flettingar í dag: 175
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 307
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 3878239
Samtals gestir: 469694
Tölur uppfærðar: 25.5.2020 12:55:36