20.11.2011 21:42

Helga og Hlynur temja myrkranna á milli


tv. Milla Moladóttir og Djásn Geisladóttir dunda sér í gerðinu eftir lærdómsríkan dag.
th. Hula frá Fremri-Fitjum

Helga og Hlynur eru með hross í Mörk og á Höfðabakka. Líf og fjör og nóg að gera segja þau sem er vel. Hlynur vinnur myrkranna á milli í hesthúsinu en Helga vinnur fyrir hádegi virka daga á Leikskólanum Ásgarði en eftir hádegi taka hestarnir við. Þau eru með 22 hross núna í augnarblikinu, og eru með hross og aðstöðu í Mörk og einnig á Höfðabakka. Af þessum eiga þau sjálf 8 tryppi sem eru að fara út fljótlega, sem þau hafa verið að gera reiðfær og önnur koma inn í staðinn.

Meðal hrossa sem eru inni eru 3 stóðhestar sem eru allir á 4. vetur, þeir eru undan Stefni frá Kópavogi, Feld frá Hæli og Geisla frá Fremri-Fitjum. Helga segir að þau séu með mjög lofandi tryppi undan spennandi stóðhestum og má þar nefna: Mola frá Skriðu, Kjarna frá Þjóðólfshaga, Hvin frá Egilstaðakoti, Geisla frá Fremri-Fitjum, Álfi frá Selfossi, Krafti frá Bringu, Þristi frá Feti, Klett frá Hvammi og mörgum fleirum.

Einnig eru þau inni með litla snót sem missti móður sína snemma í haust en það er hún Hula frá Fremri-Fitjum, og var hún tekin inn til að hafa forskot á hin folöldin. ,,Hún vekur mikla lukku og heilsar okkur á hverjum dagi með krúttlegu hneggji, og er mjög skemmtilegt að hafa hana hjá okkur" segir Helga.

Í Mörk hafa Helga og Hlynur verið með hrossin frá því í vor og verða þar áfram í vetur og einnig með eitthvað á Höfðabakka eins og áður hefur komið fram. ,,Okkar hægri hönd Tryggvi Rúnar var plataður fyrir stuttu til að laga gerðið í Mörk, okkur til mikillar gleði. Skemmtanastjórinn Sverrir Sig sér um að halda uppi fjörinu á Höfðabakka, OOOg ekki má gleyma Bústjóranum sjálfum en það ku vera meistarinn Sigurður Björn" segir Helga og þau hlakka til að takast á við verkefni vetrarins :)

Nánar er hægt að fylgjast með okkur á www.123.is/fremri-fitjar


Amon Markúsarson veltir sér eftir góðan sprett


Sverrir og Hlynur skiptast á skoðunum um hrossin


Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 578
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 3882952
Samtals gestir: 470527
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 01:29:15