25.11.2011 22:05

Hesthúsahverfið


Ekki er mikið um hross í hesthúsahverfinu á Hvammstanga þessa dagana, Alda er með hross inni í hesthúsinu hjá Þórdísi, Steina, Gullu og Hjálmari. Leifur var að temja upp í hverfi í haust en er nú farinn til Agnars og Birnu að vinna, þangað til hann fer á Hóla eftir áramót. Önnur hús eru tóm en fólk er samt að undirbúa komu gæðinganna. Í Glaðheimum er verið að klæða húsið að utan. Halli, Bára, Hrannar og Selma eru að byggja nýtt hesthús og er það orðið fokhelt. Í Aðalbóli er búið að vera að taka allt í gegn, fyrir framan kaffistofuna var lagt í gólfin og gerð baðaðstaða fyrir hestana. Ritari síðunnar frétti að einhverjir kappar í Aðalbóli ætli svo að taka inn á sunnudaginn.
Reiðveganefnd hestamannafélagsins eða Gúndi er svo á fullu að skipuleggja og gera nýjan reiðveg frá afleggjaranum að Helguhvammi og meðfram veginum að vatnstankinum. Einnig verður gerð tenging frá reiðvegi að reiðhöll. Stjórn reiðhallarinnar er svo að fara að setja upp nýju ljósin í reiðhöllina og hefst sú vinna á mánudaginn.


Flettingar í dag: 569
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 432
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 3882894
Samtals gestir: 470515
Tölur uppfærðar: 3.6.2020 23:45:22