05.12.2011 08:58

Fréttir frá Syðri-Völlum,, Þetta er alltaf spennandi tími hjá tamningarfólki þegar farið er að eiga við tryppi sem búið er að  fylgjast með í uppvexti og miklar vonir bundnar við" segir Pálmi en á Syðri-völlum eru 23 hross komin á hús. Þetta eru flest allt ung tryppi á 4 og 5 vetur. Sum þeirra voru gerð bandvön í sumar en hin voru að mestu ósnert. Óvenju mikið er um merar í hópnum að þessu sinni eða alls tíu og ekki ólíklegt að bætist við þann hóp er líður á desember. Af þessum tíu merum eru 5 á fjórða vetur og 4 á fimmta vetur þannig að tilhlökkunin er mikil og ekki síður væntingarnar. Einnig eru á húsi ungfolar undan Dofra frá Steinnesi og síðan bætast svo þau hross við sem verða tekin í tamningu fyrir aðra. Mæður tryppanna eru m.a. Heiður, Mánadís, Þöll, Venus og Prúð allar frá Sigmundarst. Feður eru m.a. Kraftur frá Efri-Þverá, Gammur frá Steinnesi, Sikill, Biskur og Oliver frá Sigmundarst., og Grettir og Tvinni frá Grafarkoti og síðast en ekki síst Kramsi frá Blesastöðum. Þess má svo geta í lokin að Jónína Lilja er að klára stúdentsprófið um jólin og verður heima eftir áramót við tamningar og önnur bússtörf.


Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 229
Samtals flettingar: 4111315
Samtals gestir: 496433
Tölur uppfærðar: 4.12.2020 02:10:15