06.12.2011 20:04

Þóranna á Gauksmýri


Afslöppun                                                            Þóranna og Asja með Raka frá Valdasteinsstöðum


     Á Gauksmýri eru 15 hross inni núna, þar af 8 frumtamningartryppi og 7 hross sem eru lengra komin. Þetta eru efnileg og vel ættuð tryppi, meðal annars undan Ræl f. Gauksmýri, Borða f. Fellskoti, Geisla f. Sælukoti, Kraft f. Efti-Þverá, Gretti f. Grafakoti og Roða f. Múla. Af hrossunum sem eru lengra komin er stefnt með eitthvað á kynbótasýningar í vor og svo er stór hluti af þeim geldingar sem eiga að vera í hestasýningum hér á Gauksmýri næsta sumar, segir Þóranna Másdóttir tamningarkona á Gauksmýri.
     Sjálf er ég með 2 hross, gelding heiman frá mér Dalbæ og eina meri frá Leysingjastöðum svo verð ég með 2 önnur líka heiman frá mér sem koma á næstu dögum segir Þóranna. Graðhestarnir Stúdent og Ræll verða svo teknir inn á næstu dögum og geldingarnir Viðburður og Tvistur og að ógleymdum sparimerunum þeim Carmen og Maríuerlu.
     Þóranna lýsir vinnudeginum þannig að hann hefst á gjöfum og hirðingum svo skellir hún bara hjálmnum á hausinn og byrjar að temja og þjálfa. Jói aðstoðar hana við frumtamningarnar, Sigga tekur út þjálfunina á tömdu hrossunum, þúsundþjalasmiðurinn hann Hjalti Júl sér um viðhald og að segja brandara. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma hundunum Tý og Tíbrá sem aðstoða við að smala inn úr gerðunum og chihuahua hundinum henni Ösju sem sér um að temja köttinn hann Bjart.


2 Roðadætur frá Hólmavík                              Sálmur frá Gauksmýri
Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 280
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 3881854
Samtals gestir: 470327
Tölur uppfærðar: 1.6.2020 22:55:50