23.02.2012 10:40

Skráning hafin á Ís-landsmótið á Svínavatni


Það styttist í Ís-landsmótið á Svínavatni en það fer fram laugardaginn 3. mars á Svínavatni í A - Húnavatnssýslu. Söfnun styrktaraðila mótsins stendur nú yfir og ljóst er að verðlaunafé verður það sama ef ekki meira en í fyrra. Keppt er í tölti, A og B flokki og var verðlaunafé í fyrra 100.000 kr fyrir fyrsta sætið, 40.000 kr fyrir annað sætið og 20.000 kr fyrir þriðja sætið. Sigurvegarar 2011 voru Hulda Finnsdóttir og Jódís frá Ferjubakka 3 í töltinu, Sölvi Sigurðsson og Ögri frá Hólum í B - flokki og Þórarinn Eymundsson og Seyðir frá Hafsteinsstöðum í A - flokki. Ísinn um þessar mundir er hnausþykkur og sléttur.

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru              A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Sendið kvittun á neisti.net@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 338
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 3878616
Samtals gestir: 469783
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 09:17:23