07.05.2012 12:08

Landsmót 2012Nokkrir Þytsfélagar vildu láta það berast að þeir eru búnir að kaupa rafmagnsstæði í stæði B á bilinu frá 39 - 48 ef það eru einhverjir fleiri Þytsfélagar sem vilja vera með í hópnum.

Nú eru aðeins um 50 dagar í Landsmót hestamanna í Reykjavík. Já tíminn líður hratt og nú fer hver að verða síðastur að kaupa miða á mótið, í stúku og hjólhýsastæði með rafmagni á forsöluverði.

Forsölunni lýkur 15.maí og eftir þann tíma munu öll verð hækka. Afsláttur til félagsmanna BÍ og LH munu þó haldast inni, sem og afslátturinn fyrir N1 korthafa.

Dagskrá mótsins er komin inná vefinn www.landsmot.is og þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir gesti og keppendur.

Hestamenn og aðrir gestir eru hvattir til að tryggja sér bestu verðin og munið að forsölu lýkur 15.maí!

Sjáumst á Landsmóti í Reykjavík!


Flettingar í dag: 826
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 830
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 3792824
Samtals gestir: 458594
Tölur uppfærðar: 20.2.2020 18:37:29