09.05.2012 09:45

Kynbótasýning hrossa á Hvammstanga
Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 23. maí 2012
Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - rhs@bondi.is - en einnig má hringja í síma 451 -2602.
Síðasti skráningardagur er föstudagur 18. maí.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, hvort hrossið á að fara í fullnaðardóm eða bara byggingu eða hæfileika, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.

Nafn og kennitala þess sem reikningur skal skrifast á verður að fylgja skráningu !

Gjald er 18.500 kr fyrir fullnaðardóm en 13.500 kr ef bara á að dæma annað hvort byggingu eða hæfileika.
Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á rhs@bondi.is með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl .

Úr öllum stóðhestum sem koma til dóms svo og foreldrum þeirra þarf að vera búið að taka dna-sýni til staðfestingar á ætterni !!
Auk þess þarf að vera búið að spattmynda alla stóðhesta 5 vetra og eldri og taka úr þeim blóðsýni.

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur.

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Flettingar í dag: 413
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 477
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 3795890
Samtals gestir: 459092
Tölur uppfærðar: 24.2.2020 11:34:56