15.05.2012 21:44

Ferð æskulýðsstarfsins


Þann 4. apríl sl. stóð æskulýðsnefnd Þyts fyrir ferð norður í Skagafjörð. Full rúta af börnum og foreldrum hélt af stað árla morguns af tanganum og lá leiðin að Hofi á Höfðaströnd þar sem Barbara Wensl fór með hópinn í skoðunarferð um hesthúsið og aðstöðuna þar. Fékk hópurinn að nýta sér kaffistofuna þar til að fá sér morgunhressingu og slaka aðeins á. Eftir hressingar/slökunarstundina var brunað að Þúfum til Gísla Gíslasonar og Mette Mannseth og sýndu þau okkur hesthúsið. Sýndu Mette og Hnokki frá Þúfum nokkrar æfingar sem féllu vel í kramið hjá hópnum. Því næst var keyrt inn að Hólum í Hjaltadal þar sem snæddur var hádegismatur og að honum loknum var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn fór og skoðaði Sögusetrið sem þar er staðsett og hinn hópurinn fór niður í hesthús og skoðaði sig þar um ásamt því að kíkja á nemendur sem voru að æfa sig eða í kennslustund. Síðan var haldið heim á leið. Stoppað var á Blönduósi og farið í sund þar sem eldri kynslóðin slakaði á, á meðan yngri kynslóðin nýtti rennibrautina og sundlaugina vel og að endingu  var pizzuveisla á Pottinum.Tókst ferðin vel í alla staði og eru myndir komnar í myndaalbúmið.


Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 2240
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3797940
Samtals gestir: 459186
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 12:15:52