31.05.2012 21:36

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót

 mynd frá mótinu 2011

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir landsmót verður laugardaginn 9. júní og sunnudaginn 10. júní á félagssvæði Þyts.

Keppt verður í 1.flokki í tölti (opið fyrir alla), A-flokki og B-flokki einnig í 2. flokki í B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og 100 metra skeiði. Fyrsta skráning kostar 3.000 kr. og 2.000 kr eftir það. Skráning fyrir börn og unglinga er 1.500 kr. Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 7.júní, annars ógildist skráningin. Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa, keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið í tölti.

Skráningar má senda á e-mail: kolbruni@simnet.is, síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 5. júní 2011.

Þeir sem eru með farandbikara frá því í fyrra komið þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.

 


MótanefndLandsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 456
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4108617
Samtals gestir: 495740
Tölur uppfærðar: 29.11.2020 15:35:18