14.08.2012 12:07
Lokaskráningardagurin í dag á opna íþróttamót Þyts
Skráning fer fram á kolbruni@simnet.is og henni lýkur á miðnætti í dag, þriðjudaginn 14. ágúst. Við skráningu skal koma fram IS númer hests, kennitala knapa, í hvaða grein og uppá hvora höndina skal riðið. Fyrsta skráning kostar 3.000 kr. og 2.000 kr eftir það. Skráning fyrir börn og unglinga er 1.500 kr. hver skráning. Skráningargjald í stökkkappreiðar er 1.500.- Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 16. ágúst, annars ógildist skráningin.
Mótanefnd áskilar sér rétt til þess að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka
Greinar:
4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur
4-gangur og tölt unglingaflokkur
4-gangur og tölt barnaflokkur
5-gangur 1.flokkur
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið
300 metra Brokk
300 metra Stökk
Verðlaunafé verður fyrir þrjú efstu sætin í 100 m skeiði, brokki og stökki
Mótanefnd
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 7289
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 2314887
Samtals gestir: 93133
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 02:56:02